Lostafull landræma ...

JHJ_023_midÞeir ganga fyrir, glæsilegir
á glænýjum akreinum.
Sírennandi, fljótir, seigir
& sjaldan i leynum.

Hinn haldgóði & hetjulegi dr. Gylforce hefir fagnað hróðuglega, hvar i dag hófust framkvæmdir við landræmu vagnanna til handa; milli Lönguhlíðar & Rauðarárstígs. Maður lifandi!

Í bígerð er að gera tvær rauðar reinar & mun hin verða við Rauðagerði. Ekki er vanþörf á því heldur mikil vagnþörf, hvar umferðarteppa er mikil á annatímum á þessum slóðum. 

Þetta mun efalítið flýta för vagnanna & hjálpa þeim að halda tímaáætlun sem gengur ansi illa á háannatíma nú um stundir.

Góðar stundir.

Nýjar strætóreinar


Hryggjarstykki höfuðborgarsvæðisins ...

961627Borgarlína, léttlestir,
leiðanna blóðrás.
Vagnverjar velflestir
vilja samgönguás.

Hinn framsýni & fráleitt freki dr. Gylforce fékk mikið vatn í munninn þrátt fyrir að vera hvorki að teiga Toppinn né Maxið þegar hann sá frétt um fyrirhugaða Borgarlínu á mbl.is. Maður lifandi.

Ef áætlanir ganga eptir hepst undirbúningur að Borgarlínunni, léttlestar- ellegar hraðvagnakerfi, á næsta ári. Kostnaðurinn við verkefnið er vitaskuld gríðarlega mikill & spurning hvernig fjármögnun verði háttað.

Hvernig sem peningamálunum líður þá mun Borgarlínan auka lífsgæði höfuðborgarbúa verulega. Fyrsta áfanga hennar á að ljúka eftir fimm ár & verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.

Doksi kallinn getur vart beðið.

Borgarlínan


M
ynd: mbl.is


Hvítrútukúkur ...

408409Ráfaði ég í rútu hvíta
rétt við Borgarbyggð.
Áður náði ég að skíta
aum ferð & viðurstyggð!

Hinn vagntrúaði & vel virti dr. Gylforce var í dag líkt & ungur vagnverji á Strætóminjasafni; ærslafullur en þó einbeittur, hvar hann gat vart beðið eptir því að komast í blágulan vagn á leið 57. Maður lifandi.

Hinn virðulegi vagnverji ól manninn meðal Dalamanna i vikunni en náði ekki að taka leið 59 að þessu sinni - er ekur frá Hólmavík, í gegnum Búðardal & að Borgarnesi - enda um stopular ferðir að ræða á þeirri leið.  Hvað um það.

411Við Borgarbyggð var spennan nánast orðin óbærileg hvar birtist þá allt í einu hvítur rútuskratti á leið 57!!! Dr.-inn hapði ekki tök á því að bíða eptir næsta vagni & varð að gera sér þann hvíta að góðu frá Borgarnesi að Mjódd, í gegnum Akranes.

Í þeim hvíta var öngvin upplýsingatafla & vart heyrðist í hinni íðilfögru rödd Herdísar Grýlu, hvar hún á að segja oss hvaða stoppistöð er næst. Hneisa! 

Sumsé, ferðin varð algjört flopp & dr. Gylforce algjörlega sturlaður líkt & ein myndin ber glögglega með sér. 

412 akranesÞað var sorglegt að komast ekki í blágula vagninn loksins þegar tækifæri gafst til. Góðu heilli rakst doksi kallinn á bláan innanbæjarvagn upp á Skipaskaga & hyggst gera honum betur skil í sumar.

Yfir&út!






Efsta mynd: hopbilar.is
Neðsta mynd: akranes.is


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband