Riff elt á röndum ...

Hið bráðsnjalla byggðasamlag, Strætó bs., gaf það út í gær á Vinatorginu (Facebook) að einn vagn á leið 15 væri í tengslum við RIFF kvikmyndahátíðina & sýndi stuttmyndir á leið sinni milli Mosó & Meistaravalla. Snilld!

Dr. Gylforce var ekki lengi að losa sig við ungviðið í mennta- & menningarsetrinu, sem nú er við Fannborg, & halda á vit vagna. Maður lifandi!

Áskorunin var góð, hvar átta vagnar aka leið 15 á annatíma & doksi kallinn hapði öngva hugmynd um í hvaða vagni myndirnar væru. Hann taldi þó ólíklegt að þær væru sýndar í aukavögnunum fjórum sem koma inn á háannatíma. Nema hvað.
21993126 1406650672737858 1490986751407725288 o
Dr.-inn endasentist milli Mosó & Meistaravalla, með viðkomu á Hlemmi, Grensás & Ártúni, í leit að vagni þessum en tókst því miður ekki. 

Öngvu að síður átti doksi þrásetur & langdvalir í hinum sænskættuðu 107, 114, 115, 116 & 117 Scania Omnilinkvögnum ásamt Irisbusi 141 & 142, að ógleymdum femininstavagninum, KÞBAVD vagni númer 180.

Öngvin þessara vagna var með skjáinn góða svo nú verður dr.-inn bara að sverma fyrir honum um helgina.

Gengur bara betur næst!



Doksi natinn & næmur
netta vagna sá.
Stuttar Riffsins ræmur
reyndi þar að sjá.



Myndir: Strætó bs.


Hvað í fokkanum ...!?!?!?

22091538 10155128902913348 1460902686 nEins og segir í menningararfi okkar er dr. Gylforce manna vænstur og gjörvilegastur; hann er líkur vinum sínum, vagnverjunum; gleðimaður mikill, göfugur en ákafamaður í öllu og hinn mesti kappsmaður; hann fer og oft um vetrum á vit vagna og með honum vagnverjar margir.

Í gærkvöldi hélt dr.-inn á vit vagna við Mjódd okkar Breiðhyltinga & stóð þar stinnur & stæltur; hreifur & huggulegur hugði hann á ferð með hollenskum vagni á leið 17 að höll matar við Hlemmtorgið. Nema hvað.  

Doksi kallinn tók þristinn að Mjódd & ætlaði næst í leið 17 um kl. 19:21 áleiðis í miðbæinn. Það bólaði hinsvegar ekkert á vagninum & hoppaði dr. Gylforce í ellefuna í staðinn.

22091780 10155128902303348 1612150673 nDr. Gylforce gerði stuttan stans í leið 11 & ætlaði í leið 17 á gatnamótum Soga- & Bústaðavegar. 

Loksins kom hinn hollenski VDL-vagn en var 6 mínútum á eptir áætlun við bestu akstursskilyrði & litla umferð. Hvernig verður þetta í vetur???

Það vakti gjörhygli Gylforce-ins að vagnstjórinn gerði svá ekkert til þess að drífa vagninn áf22119600 10155128902743348 1889476187 oram. Þvert á móti. Hann lullaði um Sogaveg, Grensás & Suðurlandsbraut & kom að Hlemmi átta mínútum of seint.

Það þýddi að dr. Gylforce missti af vagninum sínum & mátti bíða eptir næsta í hálftíma.

Þá er nú gott að hafa Mathöllina - glogg, glogg ... 

Gylforce-inn er að geðslagi
góður, það er frægt.
Hvað í fokkanum, félagi?!
- þú fórst alltof hægt!


Kæruklúður ...

fatladir (1)Eru sumir orðnir brjál
á til verka að vanda.
Verktakanna vandamál
í veginum standa.

Hinn verklausi & víðáttufælni dr. Gylforce var dapur í bragði í morgun, hvar hann vafraði um netmiðla & sá frétt þessa:

Sjö verktakar brjál

Vissulega eiga allir að leita réttar síns, telji þeir að á þeim hafi verið brotið. Maður lifandi!

Hinsvegar hefir doksi kallinn áhyggjur af því að mál þetta taki alltof mikinn tíma & fé frá stjórnendum byggðasamlagsins. 

877053Allt það streð sem í þetta mál kemur til með að fara, væri betur varið í að efla ferðaþjónustu fatlaðra & vitaskuld hið lostfagra leiðakerfi.



Rassbaga um rafmagn ...

Risinn eystra með rafmagn
sem reynist enn í fríi.
Ef ég sjálfur væri vagn
væri ég ugglaust Svíi.

Hinn réttsýni & fráleitt rammskakki dr. Gylforce hefir vart runnið reiðin, hvar hann lengir ansi mikið eptir hinum kínversku rafvögnum.

Hinn fráleitt steinsofandi risi í austri er vitaskuld metnaðarfullur & nákvæmur & því munu þeir ekki flytja rafvagnana til landsins fyrr en þeir eru fullvissir um að þeir þoli höggin af hraðahindrunum.

Volvo-Electric-Bus-GothenburgVonandi koma vagnarnir til með að reynast vel & byggðasamlagið horfi til hins sænska fyrirmyndarríkis þegar kaup á næstu rafvögnum verður til umfjöllunar.

Amen.


Hart í bak ...

Fjarverandi ferðum í
fastur í minni blokk.
Bakið var eins& blý
bölvað fokking fokk!

Hinn fráleitt bakmálugi & blái dr. Gylforce hefir verið bálreiður undanfarið, hvar hann hefir ekki hapt tök (& slæm bök) á að heimsækja vini sína vegna bakeymsla. Maður lifandi!

Vonandi kemst doksi kallinn á vit vagna í þessari viku enda geðheilsan í húfi. En ekki hvað???



Rafmagnslaust hjá risanum ...???

AlbumImage (1)Rafvagnarnir risanum frá
reynast koma seint.
Vonandi við fáum þá
á vígvellina beint.

Hinn vagnsæli & vagnséði dr. Gylforce er farið að lengja vel eptir rafvögnunum fjórum frá risanum í austri sem áttu að koma í sumar.

Það kom nefninlega á daginn að styrkja þurfti Kínavagnana vegna högganna sem þeir hljóta af hraðahindrunum á höfuðborgarsvæðinu. Nema hvað.

volvo-rafvagnStrætó bs. hefir fjárfest í níu rafvögnum af Yutongverksmiðjunum í Kína & áttu fjórir þeirra að vera klárir á vígvelli veganna í júní síðastliðnum.

Það gekk því miður ekki & var þá stefnt að afhendingu í ágúst eða september. 

943533Nú bólar hinsvegar ekkert á vögnunum sem er bagalegt fyrir byggðasamlagið því nokkuð margir vagnar þeirra eru orðnir gamlir & lúnir.

Koma svooooooooooooooo!!!


Að leita leiða ...

21731565_10155093037408348_1986154801055453777_oHinn valinkunni & vitiborni dr. Gylforce hélt vitaskuld á vit vagna í gær, hvar hann komst í leiðir þrjár á vígvöllum veganna. Nema hvað.

Dr. Gylforce settist í Citelisvagn á leið 4 hér við Stútulautarselið sitt & hossaðist svá inn í einn hollenskan VDL vagn á leið 12 við Mjóddina. Stefnan var tekin hina mögnuðu Mathöll, hvar kneyfa átti ölið af áfergju í góðra vina hópi. En ekki hvað???

Dr.-inn tók 3ju síðustu ferð leiðar 3 heim í gærkvöldi, hvar hún reyndist einkar ánægjuleg. Urmull vagnverja var með í för eins & neðri myndin sýnir glöggt & mátti vagnstjórinn hafa sig allan við að halda áætlun. Slíkt vekur gjörhygli Gylforce-ins, því yfirleitt á það að reynast létt verk & löðurmannlegt á fögru haustkvöldi. Hvað um það.

21624013_10155094619308348_1448352394_nÍ vagna að veiða
verjanum líkt.
Að gera sig gleiða
gerir hann slíkt?

Í eldsneyt´að eyða
endalaust sýkt.
Í "businum" breiða
í bljúgri auðmýkt.

Að ganga inn & greiða
gleðin er ýkt.
Að leita allra leiða
er lærdómsríkt!



Nudd & núningur ...

161Heyrðu vinur, vagninn minn
vinur snjalli kæri.
Ertu að aka hringinn þinn
eins & ekkert væri?

Hinn þjáli & þægilegi dr. Gylforce þaut af stað í blæðandi morgunsárinu, hvar hann hitti fyrir 161 Karosavagninn á leið 4 hér við Stútulautarselið. Nema hvað.

Ferðin reyndist unaður einn uns leið 4 nálgaðist Túnbrekku þeirra Kópvæginga. Þar hapði 185 Ivecovagninn lent í kröppum dansi á leið upp í Mjódd. 

Já, einn af sjö vögnum leiðar 4 hapði nuddast örlítið við einkabílinn & komust vagnverjar þeirrar ferðar hvorki lönd né strönd. Hvað um það.

Vagninum tókst sumsé ekki nógu vel að aka hringinn sinn, eins & ekkert væri.

Dr.-inn sá hinsvegar ekki miklar skemmdir á þeim gula & verður hann örugglega kominn aptur á vígvelli veganna áður en langt um líður.

En ekki hvað???



Vaggað í vagna ...

18426229_10154731390778348_30638254_oVertu, vagn minn
vinur minn kær.
Á morgun & hinn
& einnig í gær.

Hinn vagnheilagi & vagnstillti dr. Gylforce hefir vitaskuld haldið á vit vagna undanfarið, hvar hann hefir ekið með vinum vorum - vögnunum - um grösugar & grjótlausar grundir okkar Reykvíkinga. Nema hvað.

Hinn staffírugi dr. Gylforce hefir einatt tekið vagna við steinlausa & sterkbyggða Stútulautarselið sitt. Maður lifandi!

omnicity 159Vagnakostur leiða 3 & 4 hefir verið vagnþroskandi & hinn ágætasti; hér vakka & vafra Iveco Crossway, Irisbus Karosa & Citelisvagnar um Fell & Sel. Sá sænski er hinsvegar sjaldgæfur hér við Selin en yfirleitt má finna þá á leið leiðanna, leið 1, leið 2 á annatíma (metanvagnar), leið 3 á morgnana (3ja hásinga), & svá á leið 6. Hvað um það.

Doktornum er afturámóti farið að lengja eptir rafmagnsvögnunum. Fyrsta plan þeirra var að keyra leiðir 4 & 6 sem myndi gleðja hið gamla hró dr.´s - en ekki hvað??? 


Mjöðurinn í Mathöll ...

download (1)Hinn hofmann- & huggulegi dr. Gylforce hefir heldur betur verið sem eilífur augnakarl í námunda við Hlemmtorgið undanfarin kvöld, hvar allt hefir þar gerbreyst með tilkomu Mathallarinnar. Maður lifandi.

Á kvöldin aka vinir vorir - vagnarnir - með 30 mínútna tíðni sem er akkúrat rétti tíminn fyrir Gylforce-inn að gæla við þann görótta. En ekki hvað???

Dr. Gylforce er heldur íhaldssamur á leiðir & tekur alltof opt leið 4 niður á Hlemm & svá leið 3 til baka.

downloadÞetta þarf doksi kallinn að leiðrétta; skipta um kúrs, auka leiðavalið & fara alls konar krókaleiðir til & frá Mathöllinni. 

Já, helst verður þetta að breytast núna. Strax. Í kvöld. Punktur.

4686 810x425Mjöðurinn í Mathöll
mjúkur ég er.
Í gulum um vígvöll
veganna fer.

Vínið tekur völdin 
villt er mitt geim.
Kófdrukkinn á kvöldin
kem mér samt heim. 

Í leið þrjú ligg ég
lúin hvíli bein.
Gleðin var guðleg
gjörði öngvum mein.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband