Ný stjórn í hjarta Kópvox ...

911251Allt á leið til helvítis
umferðin að springa.
Ég er á nálum öldungis
vegna Engeyinga.

Hinn bjúgvaxi & bogni dr. Gylforce er með böggum hildar þessa dagana hvar Engeyingar - plús Proppé - hafa enn fastar náð taki á valdataumum landsins. Maður lifandi.

Það vakti því furðu - en þó jafnvel gleði - að sjá að minnst er á Borgarlínuna í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ríkisvaldið hefir hingað til komið lítið að almenningssamgöngum, fyrir utan samning, sem gerður var í tíð Ögmundar skakka, til að styrkja þær á landsbyggðinni. Sjallinn & Kópvægingurinn Jón Gunnarsson verður samgönguráðherra & fróðlegt mun verða að sjá hvort hann hafi einhvern áhuga á léttlestar- eða hraðvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Hvað um það.

027Dr. Gylforce er óðum að átta sig betur á unaðnum hvað vagna varðar í hverfinu sínu. Doksi kallinn er til að mynda afar ánægður með að fá leið 4 kl. 18:11, 18:26 & 18:41 virka daga, eða með korterstíðni, þrátt fyrir að hinn skilgreindi annatími sé liðinn. Það er vel gert hjá byggðasamlaginu. 

Dr.-inn rétt missti hinsvegar af 18:26 vagninum í gær en tók hinn dægilegasta 164 Karosavagn kl. 18:41 & hélt með honum rakleitt í Hamraborg þeirra Kópvæginga. Maður lifandi.


Bloggfærslur 11. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband