Grunnhyggni eða gróði ...???

5349081d66ba0Stjórn Strætó bs. hefir sent frá sér tilkynningu þess efnis að 1.mars nk. komi gjaldskráin til með að hækka.

Í fyrstu gæti það hljómað rökrétt að láta fargjöld fylgja verðlagi. Eins & allir vita hafa orðið launahækkanir í þjóðfélaginu ásamt öðrum kostnaðarahækkunum fyrir utan eldsneytið sem hefir lækkað umtalsvert. Hvað um það.

Það sem vekur furðu dr.´s er sú ákvörðun að hækka staðgreiðslufargjaldið um 20 krónur! Hvaða gerir það í raun fyrir efnahagsreikninginn??? 20 krónur??? WTF!!! Ef út í hækkanir á að fara hepði verið lágmark að hafa það 50 kr. eða jafnvel 100 krónur.

Önnur undarleg ákvörðun er að endurvekja á ný sérgjald fyrir 18 ára og yngri, aldraða og öryrkja. Þar með er hringavitleysan hafin því þetta gjald var til fyrir nokkrum misserum. Aukinheldur er erfitt að sjá að þessar ákvarðanir komi til með að auka tekjur Strætó. Það þarf þá að verða mjög hressileg fjölgun á vagnverjum í þessum flokkum svo að þess sjái merki í bókhaldinu.

Það væri nær að hækka kort til nema þótt dr.-inn sé svosem ekki hlynntur því að auka álögur á þann hóp. En að árskort í strætó fyrir 6-11 ára kosti aðeins 7900 krónur er of lágt. Þar mætti hækka verðið upp í 9900 krónur & samt væri þetta góður kostur fyrir foreldra. 
 
http://www.visir.is/gjaldskra-straeto-haekkar-um-allt-ad-helming/article/2016160209173


Vagnverjar með veskið nú
víst að þeim ofbjóði.
Strætó með trausta trú
að tuttugu sé gróði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband