Vrövl & víma ...

Mér dylst það ekki,
að dagar kulna,
að verjinn þvaðri
& vagnar gulna,
& leirskáld kveða
- óttaleg kvöð!
Ég óðum nálgast 
nýja stoppistöð.

Hinn lausgeðja & leirskáldaða ljúfmenni, dr. Gylforce, liggur ei á liði sínu þegar leiðir eru annars vegar. 

7Dr.-inn fagnar mjög, hvar Eyfirðingurinn hefir tekið sig til & fjárfest í tveimur nýjum strætisvögnum. Kominn tími til! Maður lifandi!

Annar þeirra er hinn klassíski Iveco Crossway, en urmul þeirra má finna hér sunnan heiða, & svá hinn títtnefndi Scania Citywide.

4Það má setja út á eitt & annað hjá Norðlendingum. Nýju vagnarnir eru appelsínugulir að lit en gömlu vagnarnir hlandgulir. Það er ekki flott að vera með tvo liti í gangi en líklega er verið að skipta þeim pissugula út sem er vel.

8Þá verða Norðlendingar að taka sig til & bæta þjónustuna um helgar. Aðeins einn vagn af fjórum ekur laugardag og sunnudag & hefir ekki akstur fyrr en um hádegisbil. Steininn tekur svo úr þegar akstri lýkur um kvöldmat!!! Halló, halló - öngvar ferðir á morgnana & á kvöldin??? WTF?!?!

Enda þótt að þjónustan sé "ókeypis" er þetta ekki boðlegt. Til að mynda kom þetta sér illa fyrir dr.-inn, hvar hann var í hálfgerði helgarferð nyrðra & gat lítið notfært sér vagnana & komist í kynni við norðlenska vagnverja. 

Þessu verður að breyta. Punktur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband