Fyrsta ferð ...

Í hvíldinni í fyrstu ferð
fékk ég kínverskt rafmagn.
Hljóðlát var ferðin & fíngerð
með fyrirmyndar rafvagn.

Hinn þjóðlegi en þó þumbaralegi dr. Gylforce þaut af stað í fyrstu ferð síðastliðinn hvíldardag, hvar doksi kallinn hóaði í leið 4 við selið sitt. Nema hvað.

straeto2018_1Fyrsta ferð á sunnudögum hepst ekki fyrr en kl. 9:33 hvar leið 4 ekur frá Fellaskóla í átt að gettói Gylforce-ins. Gott væri ef vagnarnir hæfu akstur fyrr á sunnudögum en nú berast váleg tíðindi frá Strætó þess efnis að unaðurinn hætti að keyra klukkutíma fyrr en venjulega í sumar!!! 

Að þessu sinni var ferð dr.´s stutt með þessum rafmögnuðu vinum úr Austri en það gladdi hið gamla hró doksa mikið að fá rafvagn í fyrstu ferð á þessum heilaga hvíldardegi. 

Yfir&út!


Fleiri að hoppa á vagninn ...

Kolla hvetur til vagnaferða

56917848_750595128674594_8861325221722849280_ndownload (1)Það er alltaf ánægjulegt þegar fleiri kjósa að hoppa á vagninn hvað almenningssamgöngur varðar. Fyrir stuttu reit ritstjóri Fréttablaðsins góðan leiðara hvar hann hvatti t.d. forstjóra til þess að gefa einkabílstjóra sínum frí & einhenda sér í unaðinn & prófa að taka vagnana. Vel gert!

Maður á nú samt eptir að sjá það gerast - maður lifandi!

StodinByrjun Borgarlínu

Þá hefir borgarráð gefið borgarstjóra umboð til þess að undirrita samninga tvo & hrinda Borgarlínunni þar með úr vör. Nema hvað.

Ef allt fer að óskum skal hafist handa við fyrsta áfanga línunnar í upphafi ársins 2021.

Sá hluti sem varð fyrir valinu er línan frá Hamraborg, vestur um Kársnes, yfir fyrirhugaða Fossvogsbrú & áleiðis niður í miðbæ aukinheldur sem lögð verður lína þaðan að Ártúnsbrekku. 

Spennandi, spennandi - en ekki hvað???

Víst er manna misjöfn dyggð
metið úr ýmsum gögnum.
Ég hef mína trú og tryggð
er tengist unaðsvögnum.


Í bljúgum blágulum ...

59749773_406001686902798_5357439989103722496_nKamba keyrðum niður
komum í blómabæ.
Fastur, ljúfur liður
leið á honum ei fæ.

59968138_536085920256383_4577355722060201984_nHinn létti & netti dr. Gylforce hélt með ungviðið í strætóvalinu í sína árlegu ferð austur fyrir fjall í sérdeilis fallegu en svölu veðri í gær, frjádag. Nema hvað.

44474698_249924592536365_6628654316200656896_nÞað ku vera þriggja vagna rúntur að skella sér frá mennta- & menningarsetrinu við Kársnes að Shellskálanum í Hveragerði. Til þess að komast í Hamraborgina háu & fögru fengum við okkur til fulltingis leið 36. Frá Voginum fagra í átt að Breiðhyltingum einhentum við okkur í leið 4 & svá lox var það leið 51 til þess að komast austur fyrir fjall.

Ferðin gekk snurðulaust & því ljóst að öngvin snurða hljóp á þráð okkar Kársnesinga. Áttum við saman unaðsstund eystra aukinheldur sem 408 bláguli vagninn á leið 51 var magnaður.  

Yfir&út!


Friðsæld á ferð ...

akúrtÞað er ekki fallegt að birta myndir af fólki án leyfis. Hinsvegar getur dr. Gylforce vart annað eptir að hafa setið í leið 4 með þessari fallegu & friðsælu vagnverju.

Hún kom inn, tyllti sér tignarlega niður & hvíldi sig; upplifði unaðinn & vellíðan vagnverjans.

Vel gert!



Í huggulegri hlýju
hávaði afstaðinn.
Kemur & fær sér kríu
kannar unaðinn. 


Amen.


Lox lox ...

aSitur sæla huga í,
er sest ég niður.
Vagninn verður æ & sí
vé mitt & friður.

Hinn helgi & fráleitt heimóttarlegi dr. Gylforce hélt loxins á leið í blíðu gærdagsins, hvar hann hitti fyrir urmul af vinum sínum, vögnunum. Nema hvað.

Dr. Gylforce hélt hnarreistur inn í fyrstu leið sem hann sá. & viti menn, var það leið 2 & tók hann góðan rúnt um efri byggðir í Voginum fagra. En ekki hvað???

Dr.-inn sat þó mestan part í leið 11 síðdegis í gær. Enn & aptur var gaman að fylgjast með hve vel vagninn var nýttur af oss vagnverjum þótt nú myndin af skanka doksa karlsins sýni nú annað!

& ekki varð unaðurinn minni hvar dr.-inn vildi leita aptur heim í Stútulautarselið sitt hvar hann hóaði í sneisafulla leið 3 - & fékk Irisbus Citelis sér til fulltingis - & tók um 40 mínútna unaðsrúnt með leið þessari frá Hlemmi að seli sínu.

Unaður. 







Ársskýrslan unaðslega ...

árskýrslaGylforce-inn er mjög glaður
gengur um í fínu.
Ársskýrslan er unaður
upp í rúmi mínu.

Ársskýrslan unaðslega

Aðalfundur byggðasamlagsins var haldinn í vikunni, hvar dr. Gylforce var vant við látinn við uppfræðslu ungmennanna vestur á Kársnesi. Nema hvað.

Ársskýrsla Strætós verður því að duga að þessu sinni enda um margt hið merkilegasta plagg. Maður lifandi!

Dr. Gylforce hefir áhuga á vögnunum & er umhugað um að vér vagnverjar fáum nýlega, umhverfisvæna & þægilega vagna á vígvelli veganna. En ekki hvað???

Það er því fagnaðarefni að í lok þessa árs er stefnt að fimm nýjum vetnisvögnum. Fyrir á fleti eru 14 rafvagnar ættaðir úr Austurvegi & tveir gamlir Scania metanvagnar. Það er aukinheldur ánægjulegt að sjá forsvarsmenn byggðasamlagsins vera áfjáða um að fjölga umhverfisvænum vögnum þótt ýmis tilstand kann að fylgja slíkum ákvörðunum.

árskýrsla2Þá hefir verið í umræðunni að Strætó endurnýi & fjölgi metanvögnum sínum. Töluverður kostnaður kann að hljótast að því að fá fleiri metanvagna hvar lögnin fyrir metangasið er staðsett í nokkurri fjarlægð frá höfuðstöðvum vagnanna við Hestháls. 

Hvað um það. Dr.-inn hlakkar mikið til vetnisvagnanna & vonar að tímasetningar standist & við sjáum þá á vígvöllum veganna á þessu ári.




Lítt á leið ...

Lítt í vögnum verið
virkilega sárt.
Eru samt akkerið
það er alveg klárt!

Hinn skarpsýni & skýri dr. Gylforce hefir ekki siglt á sælum sel hvað vagna varðar, hvar alltof margir dagar hafa liðið frá síðustu vagnarannsóknum doktorsins. Illu heilli! Hva e a sge???

Gylforce-inn þarf að gera bragarbót á þessu - maður lifandi.

Þetta er hneisa, háðung, & hneyksli; sneypa & smán. Punktur.



Borgarlínan brunar af stað ...

CaptureUppbygging borgarlínu

Hepst nú ferlið formlega
í fyrstu þessu kveið.
Verkefnið met´& vega
velja fyrstu leið.

Í ár hefst formleg uppbygging á Borgarlínunni svokölluðu sem gerbreyta mun almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.

Þótt framkvæmdin sé umdeild - enda afar dýr framkvæmd & ekki alveg fyrirséð hvernig íbúar munu taka Borgarlínunni - er ljóst að drastískra aðgerða er þörf í umferðinni - & þótt fyrr hepði verið. Um það eru allir sammála.

1093913Auk Borgarlínu er í deiglunni töluverðar vega- og göngustígaframkvæmdir sem er líka mikilvægt en fram til ársins 2030 gera spár ráð fyrir um 40% aukningu á heildarakstri á höfuðborgarsvæðinu, & um 24% miðað við breyttar ferðavenjur (fleiri ferðir með almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi). Maður lifandi!

Líklegt má teljast að í 1. áfanga af Borgarlínu verði hafist handa við línur frá Hafnarfirði að miðbænum & annaðhvort frá Grafarvogi eða Mosfellsbæ áleiðis niður í bæ. Línur þessar hafa fengið merkinguna A & B & eru í dag meðal fjölförnustu leiða í leiðakerfi Strætós. 

StodinAukinheldur hefir Strætó bs. hrint af stað vinnu við að aðlaga hið lostfagra leiðakerfi vagnanna að Borgarlínunni enda meikar það lítinn sens að hafa t.d. leiðir 1 & 6, sem aka frá Firði & Grafravogi í miðbæinn, í núverandi mynd þegar línan hefur göngu sína. 

Enn & aptur; það eru því afar spennandi tímar framundan!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband