Þristur & þjór ...

Bjórdrukkinn & blekaður
brölti inn í vagn.
Í þristinum góðglaður
eptir gott magn.

Dr. Gylforce lætur ekki sitt eptir liggja hvað varðar djamm & djús helgi þessa. & vitaskuld heldur doksi kallinn í sollinn með vögnunum, vinum vorum - en ekki hvað???

Dr.-inn var meðal vagnverja í leið 3 í gærkvöldi. Það var gleðilegt hve margir voru með í för en vagninn var þéttsetinn um hálf ellefuleytið hvar hinn evrópski Iveco Crossway hélt úr gleðinni í miðbænum yfir í gettó okkar Breiðhyltinga.

Amen.



Sullumbull í síðustu ferð ...

Í síðustu ferð eptir sull
settist ég í tvistinn.
Fáir á ferli, ég með bull
- fín var annars vistin!

Dr. Gylforce vantaði unaðslegar vagnaferðir frá Stútulautarseli sínu niður í dal þeirra Kópvæginga í gærkvöldi. Nema hvað.

Dr.-inn skokkaði í Voginn fagra um áttaleytið & tók hús á hollenskum VDL vagni á leið 28. Biðstöð hans við Hvammsveg er með staur & erum vér vagnverjar ill sjáanlegir þar í skammdeginu. Góðu heilli tók vagnstjórinn eptir doksa & fékk hann stuttan rúnt að smárunum í dalnum.

26732735 10155373946898348 1309851920 oDr. Gylforce stóð vaktina stórmannlega í staupaþinginu þetta haustlega frjádagskvöld.  Að lúkningu læddi hann sér í síðustu ferð leiðar 2, hélt í salahverfið & gekk þaðan hröðum skrefum í fegurstu lautarsel jarðarinnar, Stúlautarselið.

Unaður.


Stælar í stjóra ...

42278425_286744045261194_584313606082920448_nBíllaus dagur dýrlegur
dásemd er sú sæla.
Vagninn ávallt vænlegur
en vagnstjóri með stæla.

Dr. Gylforce valhoppaði af gleði út í næsta skýli á þessum fallega en heldur svala degi. Ástæðan var vitaskuld bíllausi dagurinn & sú staðreynd að fríkeypis var í alla vagna. Maður lifandi.

Dr.-inn hapði sér til fulltingis tvo unga vagnverja í ferðum sínum. Annar þeirra tók fák sinn með sem var auðvitað hið besta mál. Leiðir doksa & drengja var velþekkt; þristur & fjarki. Nema hvað.

public-transportation-how-to-take-the-bus-in-reykjavik-5-1-naxk5dcpbyo7lmsdubffuhlt9xgrkfefk72kz6xa9aÞríeykið skellti sér í leið 4 við Efstahjallann í Kópavoginum. Kom þar 174 Iveco Crossway vagninn askvaðandi. Doktorinn beindi ungviðinu að taka fákinn & fara með hann inn að aptanverðu. Sjálfur hugði hann á inngöngu á venjubundnum stað. Beið doksi nokkra stund en ekki opnaði vagnstjórinn hurðina. Dr.-inn horfði á hann loksins & benti hann doksa með þumli & þjósti á að fara líka inn að aptan.

Vagnstjóranum var í lófa lagið að opna fyrir dr.-num að framan. Þess í stað ákvað hann að sýna stæla & hroka & það á sjálfum bíllausa deginum! Vissulega var frítt í vagninn & því kannski allt í lagi að ganga inn um allar dyr. Samt sem áður, dr.-inn stóð fyrir framan fremstu hurð eins & vera ber & bað um það eitt að gaurinn myndi opna hurðina.

Vonandi breytir stjóri þessi "stælahátterni" sínu ellegar finnur sér annan starfsvettvang.

Punktur. Basta. 



Fríkeypis fjör ...

Fögnuður, nú verður frítt
fyrirtak ég segi.
Eitt er þó aðeins of skítt
að hafa það á laugardegi.

Á morgun er fríkeypis í vagnana mínir virðulegu vagnverjar!

hipp-hipp-húrrey!

Evrópsk samgönguvika


Uppbygging nær örugg ..

CaptureFramgangan nær örugg nú
á nýrri Borgarlínu.
Verkefnið fær von & trú
vel gert þið framsýnu!

Uppbygging Borgarlínu tryggð

Dr. Gylforce hoppaði hæð sína í lopt upp - margopt - hvar hann las fréttir frá borgarstjórn Reykjavíkur um að framganga Borgarlínu sé nú væntanlega tryggð. Vel gert!

F2DA74226C8DCF78B972F5A93D21581C21379D7043AB037EBF3FABF439DE473E_713x0Enda þótt dr.-inn sé talsmaður línunnar hvetur hann þó til þess að varlega verði stigið til jarðar hvað uppbyggingu varðar. Mesta þörfin er væntanlega línur milli Valla í Hafnarfirði og niður í miðbæinn & svá frá Mosfellsbæ að miðborginni. Þetta eru einmitt leiðir 1 & 6 í strætisvagnakerfinu.

downloadLíklegt má telja að fyrst verði hafist handa við þessar línur en stefnt er að því að opna fyrir útboð á verkinu árið 2020.



Ruglingur & riðl ...

fræsa 1Strætófarþegar stynja & dæsa
staðsetning á vögnum er
flunkuný því verið er að fræsa
fyrir vagna á Hlemmi hér.

Það var heldur betur handagangur í öskjunni í gærkvöldi þegar dr. Gylforce gekk hnarreistur, hár & brattur um Hlemmtorgið. Nema hvað.

fræsa 2Vegna fræsingar urðu vagnarnir að stoppa á furðulegum stöðum & hapði byggðasamlagið útbúið fínar skýringarmyndir á þessari breytingu aukinheldur sem fréttatilkynning hapði ugglaust verið send á flesta fjölmiðla. Hvað um það.

fræsa 3Öngvu að síður sá dr.-inn villuráfandi vagnverja um allt torgið þetta kvöld enda margir vagnar að stoppa við Rauðarárstíg & plássið ekki mikið þar til að athafna sig. 

Dr. Gylforce hapði hug á huggulegri ferð með leið 4 úr gettói sínu að Hlemmtorginu góða. Í Hamraborginni sá doksi kallinn hinn sænskættaða Volvovagn á leið leiðanna & var ekki lengi að svissa yfir & halda með honum alla leið að endastöðinni.



Arka ég inn í ellefuna ...

11 219Í ellefuna arkaði
eptir bestu getu.
Dátt í henni dottaði
dreymdi um þrásetu.

Hinn þrákelni & þrautseigi dr. Gylforce þrammaði í þynnkunni á hvíldardeginum í Mjódd okkar Breiðhyltinga. Nema hvað.

Dr. Gylforce sá nýjasta vagn þeirra Fjarðarmanna, hinn gulleita & geysifallega 219 Iveco Crossway á leið 11, & vitaskuld hélt doksi kallinn á vit vagna & ævintýra. En ekki hvað???

Vagninn sá var lengi fjarverandi frá vígvöllum veganna en er nú greinilega kominn með rétt drif & dekk & var unaður fyrir dr.-inn að taka góðan hring með honum meðal Seltirninga. Hvað um það.

Ú-je!



Brambolt í bænum ...

41817485_236359937046717_4035798751632162816_nMeð síðasta þristi þaut
þráðbeint að holti
breiðu með ljúfri laut
& lauk mínu brambolti.

Hinn bljúgi & beitti dr. Gylforce brá sér í vagninn eptir brilljant brullaup hjá systur sinni. Góðu heilli var partýið í miðbænum & því gráupplagt að taka vagninn heim. En ekki hvað???

Vissulega hugði dr. Gylforce á næturvagninn líkt & svo opt áður en þraut hið margumtalaða öreindi - nú sem fyrr. Hvunær nær doksi kallinn næturleiðinni sinni, leið 103??? Humm, humm.

41793117_849846748738278_5925048053600878592_nDr. Gylforce skáskaut sér inn í síðustu leið 3 er leggur af stað frá Hlemmi kl. 00:24. Doksi kallinn var fyrsti vagnverjinn frá Hlemmtorginu en óðara mættu þeir í vagninn & gott ef ekki um 12 verjar hafi setið alla leiðina að Mjódd okkar Breiðhyltinga. Innstigin voru þó fleiri. Hvað um það.


Með ungviðið í ásinn ...

Styttan af Jóni Sigurðssyni. JLÍ unaðsveðri með ungviðið
út að leita gagna.
Sjálfstæðisbaráttan markmiðið
& setjast í góða vagna.

Dr. Gylforce fór við annan mann með ungviðið, sem taldi um 55 stykki, í vagnana í yndislegu veðri í gær. Dr.-inn ákvað að troða þeim ekki í leið 36 áleiðis upp í Hamraborg þeirra Kópgvæginga þótt það hepði nú vel verið hægt. Nema hvað.

Þess í stað gekk ungviðið upp í Hamraborg hvar hinn álitlegasti 182 Iveco Crossway vagn beið okkar á leið leiðanna, leið 1. Vitaskuld fylltum við nánast vagninn en öngvu að síður hélt hann áætlun & skilaði okkur að Latínuskólanum á hárréttum tíma. En ekki hvað???

131Eptir að dr.-inn hapði ausið úr vizkubrunni sínum af mikilli áfergju fyrir framan Lærða skólann, Stjórnarráðið & Austurvöll, kjaftfylltum vér lánsvagn númer 130 sem var á leið 1 tilbaka.

Strætó bs. fékk tvo vagna lánaða frá Kynnisferðum fyrir nokkrum vikum & var unaðslegt að standa í honum alla leið að Hamraborginni háu & fögru.

Yfir&út!


Borgar línan ...

Hinn teinrétti en tornæmi dr. Gylforce tók eptir því í fjölmiðlum vorum að enn á ríkisvaldið eptir að ræða við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, um Borgarlínuna margumræddu.

Ekki er gott að sjá í yfirliti með fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár hvort framlag þar sé til Borgarlínunnar. Hinsvegar segir í núverandi stjórnarsáttmála að stutt verði við verkefnið, hvað sem það nú þýðir í reynd.

borgarlínanÞað verður því afar spennandi & fróðlegt að sjá hvað kemur út úr viðræðum milli ríkisvaldsins & SSH á næstu vikum. Vonandi verður einhver niðurstaða því breyting eða úrbætur á ferðavenjum á höfuðborgarsvæðinu þolir litla bið. 

Úrbóta er þörf. Maður lifandi!

Um Borgarlínu er babblað enn
byrjum á okkar strætum.
Ferðavenjum breytum senn
& fjölbreytnina bætum.


Samgönguráðherra um Borgarlínu



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband