... sem á mann er (illa) lagt ...

55786314 359333568005973 3811733434536034304 nBíllinn er ofar öllu
hjá Eyvindi & Höllu.
Gylforce langaði að gá
en gekk ekkert að sjá.

Dr. Gylforce hélt í göngu úr gettói sínu, hvar hann hugði nú bæta bæði bakeymsli sín sem & sitt gamla hró. Nema hvað.

Óðara var doksi kallinn kominn á æskustöðvar sínar & algjörlega búinn á allri göngu & brölti. Var þá vitaskuld aðeins eitt í stöðunni.

Inn í vagna vildi dr.-inn. En ekki hvað???

Dr.-inn ætlaði að taka leið 36 en átti nú erfitt að komast að tímatöflunni við stoppistöð eina. Eyvindur & Halla (eða Jón & Gunna eða hvað sem þau nú heita) virðast ansi áfjáð í að leggja óvininum - einkabílnum - upp á hvaða grasbala sem er. 

Þá var aukinheldur erfitt að sjá er vagninn kom vegna bifreiðanna sem þarna var lagt þvers & kruss & öngvu líkara en að vagnaferðir séu ekki í miklum forgangi hjá kópvægskum hvammverjum. Illu heilli.


Niðurfelling ferða ...

large_Straeto_250x256Féll nú ferð mín niður
fúll í skýli stóð.
Er það afar miður
& upphófst táraflóð.

Hinn ginnheilagi & glysgjarni dr. Gylforce gerði sér dag góðan í gær, hvar hann fór með ungviðið úr mennta- & menningarsetrinu við Kársnes í heimsókn meðal Mosfellinga. Maður lifandi!

Hópurinn skellti sér vitaskuld í leið 36 frá Kársnesi & leið leiðanna, leið 1, að BSÍ hvar ætlunin var að taka hús á leið 15 upp í Mosfellsbæinn. Nema hvað.

Ferðin sóttist vel & stoppaði hinn hollenski VDL-vagn á leið 15 kl. 14:40 við Háholt þeirra Mosfellinga.

Dr. Gylforce hapði & hug á að leyfa ungviðinu að kynnast Mosfellingum um hríð. Doksi kallinn gekk svo sjálfur yfir götuna & ætlaði að taka leið 15 tilbaka. Samkvæmt tímatöflu hepði vagninn sá átt að koma kl. 14:48 & ku ekki vera sami vagn & doksi kom með. Hvað um það.

Ekkert bólaði hinsvegar á vagninum sem var mjög skrýtið & dapurlegt. Svo virðist sem korterstíðnin hafi eitthvað klikkað þarna hjá verktakanum, Kynnisferðum.

Dr. Gylforce beið votur um augun um stund & fékk sama vagn tilbaka kl. 15:03. Skandall - en ekki hvað???






Fimm & fimmtán ...

55576093_339880499974835_4951275703698980864_nBus-ar bregða af leið
brautin er of þröng.
Á Barónsstígnum beið
blístraði & söng.

Hinn bljúgi & bænheyrði dr. Gylforce var ekki lengi að böðlast á leið eptir að hafa blessað börnin í mennta- & menningarsetrinu við Kársnes. Nema hvað.

Dr.-inn hapði vitaskuld mikinn hug á að kynna sér leiðir fimm & fimmtán, hvar þær aka nú um Barónsstíg, Egils- & Bergþórugötu vegna framkvæmda við nýjan Landspítala. En ekki hvað???

Hart sækir hægðartregða
helsár - nema hvað!
Af leið nú bus-ar bregða
bölvanlegt er það!

Að þessu sinni náði hinn geðþekki Gylforce einungis að klófesta leið 15 í blástri miklum við Barónsstíginn.  Karleplið varð að gera sér að góðu að skella hettunni upp - maður lifandi!

baronsstigurbus (Small)Fyrsta upplifun doksa kallsins á þessari nýju leið var sú að þrengslin eru mikil enda götur þessar ekki gerðar fyrir níu metra langa vagna. Allt slapp þetta svo sem í þetta sinn en gert er ráð fyrir því að leiðirnar tvær, 5 & 15, aki þarna um næstu sex árin vegna framkvæmda við hátæknisjúkrahúsið.

Takk fyrir túkall!

Það verður eitthvað!

En, meira síðar mínir virðulegu vagnverjar!






Miðmynd: frettabladid.is



Lúalegt á leið ...

51034543_384992932274059_6182374434955853824_nÍ kuldanum mig klæddi
kúldraðist inn í vagn.
Í lítinn rúnt mér læddi
er lofaði bölv & ragn.

Dr. Gylforce átti skyndilega örfáar mínútur aflögu þennan laugardag sem efalítið var til lukku. Dr.-inn var ekki lengi að einhenda sér á leið meðan tími gafst til & valhoppaði hinn vel klæddi vagnverji að Mjódd okkar Breiðhyltinga.

20171101130042-d0caee21Dr.-inn settist í eðal Iveco Crossway vagn en brá fljótt í brún. Vagnstjórinn hapði útvarpsstöð eina úr Þverholtinu í botni hvar fúkyrðaflaumurinn & hatursorðræðan í garð innflytjenda, hælisleitenda & flóttamanna hreinlega vall út úr viðtækinu.

Dr.-inn meikaði þetta vitaskuld ekki & ýtti þéttingsfast en þó fimlega & umfram allt tímanlega á stanz rofann & hoppaði í næsta vagn. Þar var öngvin útvarpsstöð í gangi & bara hugarró & huggulegheit.

Maður lifandi!






Fönn í fönn ...???

fr_20150310_010116 (4)Í fönninni nú ferðir
fara nokkuð hægt.
Vagnanna glæstu gerðir
gerir fólk ánægt.

Illu heilli er dr. Gylforce vant við látinn hvað vini vora - vagnanna - áhrærir þennan annars ágæta frjádag. Nema hvað.

Ætla má að erfitt gæti reynzt fyrir þessa geðþekku vini vagnverjanna að halda áætlun í fannferginu þótt það sé nú minna en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Vonandi ná vagnverjar nær & fjær að komast leiðar sinnar. Maður lifandi!


 


Vagnverji með vagnverju ...

g&þMeð mér hérna er fagurt fljóð
í fögrum vagni skeiðum.
Fær hún öll mín fegurstu ljóð
& ferðir með eðalleiðum.

Hinn ástsæli & unaðsfulli dr. Gylforce sveif heldur betur skýjum ofar í vagnaferð sinni um síðastliðna helgi, hvar honum tókst að taka íðilfagra & yndislega vagnverju með sér í vagnana. Maður lifandi!

Dr. Gylforce bauð þessari elsku með sér í eðal Iveco Crossway vagn á leið 3 & hlakkar ósegjanlega mikið til að fara með henni urmul ferða í hinum eina sanna unaði, rafvögnunum. 

Það verður eitthvað!

Yfir&út!


Húmið & albúmið ...

Upp stóð frá albúminu
inn í næstu leið.
Hugljúft var í húminu
huggulegur beið.

Hinn tónelski en fráleitt taktfasti dr. Gylforce tók sér tak, lagði frá sér plötualbúmið & hélt á vit vagna á frjádagskveldinu. Nema hvað.

Leikur einn, sem er nú doksa kallinum lítt að skapi, gerði vart við sig er ku kallast óróleikinn.

Dr. Gylforce vissi vart hvurt skyldi halda né hvar skyldi áð að þessu sinni. Hann rifjaði upp húsgang einn er hann lærði í æsku:

Í strætónum ég staðar nem
stari, spyr & svara
veit þó eigi hvaðan ég kem
né hvert ég er að fara.

Góðu heilli rambaði dr.-inn á rafvagn númer 107 á leið 4 & málið var algerlega dautt.

Vonandi hafa rafvagnarnir 14 úr Austurvegi reynst það vel að Strætó bs. hugi að frekari kaupum á þessum hljóðlátu & umhverfisvænu fákum.

Yfir&út!



Friður & ferðir ...

44-cGott er í ferðum að fá
frið, ró & næði.
Sænska Ikea starði á 
senn ég inn mér læði. 

Hinn heppni & hentugi dr. Gylforce hugði á ferðir á hinum huggulega fimmtudegi sem var jú í gær. Nema hvað.

112Dr. Gylforce á sér einn unaðs- & uppáhaldshring meðal vina sinna, vagnanna. Ferð þessi hepst í Mjódd & endar í Firðinum, hvar leiðir 21, 1 & 4 koma við sögu. En ekki hvað???

40428424_997353330447376_5205293207889379328_nDr.-inn á það til að einhenta sér í leið 21 við Mjódd okkar Breiðhyltinga. Leið þessi er í nokkurri sókn en hún líður ljúflega í gegnum Smáralind, framhjá Vífilsstöðum, Kauptúni & endar lox suður í Firði.

Frá Firðinum var indælt að upplifa unaðinn í tíu mínútna tíðni leið leiðanna, leiðar 1. Doksi kallinn var meðal urmul vagnverja á leið þeirra í mjúkum Iveco vagni hvar hann áði svá við Hamraborg þeirra Kópvæginga. 

Til þess að gera líkt & Rambó karlinn - loka hringnum - tók dr. Gylforce leið 4 frá hinni háu & fögru Hamraborg & hélt með henni rakleitt að Mjóddinni.

Herlegheit þessi tóku um eina klukkustund sem getur verið ljómandi fínt ef lítill tími reynist til aflögu til þess að njóta unaðarins.

Yfir&út!


 


Vagnar á leið ... í verkfall!

AlbumImageSeinir vagnar verða
vilja ei gjald.
Fyrirtækin serða
fá þau gult spjald.

Vagnar á leið í verkfall :(
 
Verkföll Eflingar vofa yfir oss vagnverjum eins & sænskættaður eðalvagn sem hefir hvorki dekk né drif. Hvað um það.

35530041082_e31573b9bd_b (1)Í mars munu vagnarnir á ákveðnum leiðum stoppa kl. 16 & bíða í 5 mínútur á þeirri stoppistöð sem vagninn verður á. Mun þetta raska hinu lostfagra leiðakerfa & væntanlega koma sér illa fyrir vagnverja. 

28811050 10155517446868348 254639684 oÞá ætla vagnstjórar ekki að sinna fargjöldunum & því er líklegt að nokkuð tekjutjón verði hjá Strætó bs. meðan á þessu stendur.

Í aprílmánuði hyggjast svo vagnstjórar leggja niður störf frá klukkan 7 til 9 og aftur frá 16 til 18. Mun það verða afar bagalegt fyrir oss vagnverja.

Það eru því viðsjárverðir tímar framundan - maður lifandi!




Auraútlát hjá Oddeyringum ...???

akureyri oddeyringarOddeyringa óreiða
afar dapurt kerfi.
Í glæsta munu greiða
gjald í sín hverfi.

Gjald í vagna nyrðra???

44510891_696806990677193_6858080783274344448_nForkólfar leiðakerfisins nyrðra standa frammi fyrir áleitnum spurningunum þessi misserin. Ljóst er að leiðakerfið í höfuðstað Norðurlands þarf að bæta enda hefir dr. Gylforce verið tíðrætt um t.d. hví öngvin vagn gangi hvorki að flugvellinum né Hömrum. Hvað um það. 

44471480_275907522911112_1049838101909733376_nAukinheldur er leiðakerfið afar bágborið á kvöldin & um helgar. Má með nokkru sanni segja að nyrðra sannist hið fornkveðna að ef frítt er í strætó verður leiðakerfið aldrei gott. Margir kalla eptir því að gjaldfrjálst verði í vagnana á höfuðborgarsvæðinu en doksi kallinn er ekki hrifinn af því. Nema hvað.

Betra er að treysta á hóflega gjaldtöku vagnverja sem aptur geta þá gert kröfu um að fá almennilegt almenningssamgöngukerfi í staðinn.

Amen.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband