Lokað við lækinn ...

IMG_2062Það var aukinheldur ánægjulegt þegar dr. Gylforce arkaði um Fjörðinn fagra, fyrr í vikunni, að upplifa aðra leið með hinni 21. leið. Nema hvað.

Venjulega ekur leið 21 niður Lækjargötu áleiðis að Firði, hvar hún hefir sína tímajöfnun. Vegna framkvæmda & endurnýjunar á Lækjargötunni beygir vagninn hinsvegar upp Hringbraut & keyrir um Grænukinn, Flensborgarskóla & Suðurbæjarlaug. Þetta er jú sami rúntur & leið leiðanna, leið 1, tekur i Firðinum.

Það var aðeins eitt sem truflaði gjörhygli Gylforce-ins í ferð þessari. Leið 21 var heldur sein að koma að Firði því nýi rúnturinn lengir leiðina. 

Leid_21Dr.-inn átti erfitt með að hóa í næstu leið því þær fóru nánast á sama tímapunkti & doksi kallinn sté úr vagninum. Þarna verða vagnstjórar að vera á tánum & bíða eptir öllum leiðunum. Maður lifandi!



Leiðirnar við lækinn
á leið nýrri nú.
Ferðin varð framsækin
ég fór hana edrú.


Bloggfærslur 5. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband