Leifsstöð-Laugavegur ...

reykjaneslestin_640Á Suðurnesin brunum brátt
eptir brautarteinum.
Tökum´enni með sæmd & sátt
með sínum línum beinum.
 
Hinn tekníski & teinrétti dr. Gylforce lagði ótt & títt við hlustir á Morgunvakt Rásar 1 í morgun, hvar rætt var um fyrirhugaða Fluglest frá Keflavík til Reykjavíkur.

Verkefnið er afar spennandi, ekki síst fyrir þær sakir að fjármögnun mun nánast alfarið vera í höndum einkaaðila en vitaskuld er verkefnið unnið náið með SSH, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Nema hvað.

Það verður borgarlínanaukinheldur mikilvægt að láta Fluglestina ríma vel við fyrirhugaða Borgarlínu. Þess vegna er ekki alveg ljóst á þessari stundu hvar Fluglestin mun hafa endastöð sína í Reykjavík. Hinsvegar er skýrt að ferðatíminn milli Leifsstöðvar & Reykjavíkur verður um 18-20 mínútur og verðið fyrir stakan miða um 5000 kr. á núverandi verðlagi. Það er um tvöfalt dýrara en Flugrútan en hafa verður í huga að lestin verður miklu fljótari í förum. Hvað um það.

Ef áætlanir ganga upp verður Fluglestin komin á skrið eftir um 8-10 ár & mun marka mikilvæg spor fyrir okkur inn í framtíðina - en ekki hvað???

lest fyrir gest - og líka okkur!


M
yndir: vf.is og mbl.is


Bloggfærslur 26. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband