Í návist þeirra nyrðra ...

44510891_696806990677193_6858080783274344448_nLoksins erum lagðir af stað
langar vögnum að sinna.
Að nema vagna - nema hvað
návist þeirra finna.

Hinn ungi & aldni vagnverji hafa komist sér vel fyrir á Eyrinni hvar þeir héldu svá á vit vagna. Illu heilli misstu þeir af leiðum 1-5 því þær hætta akstri um kl. 18-18:30 virka daga.

44402517_1942368902734542_4947520373273919488_nVitaskuld er hálf hjákátlegt að halda á vit norðlenskra vagna frá föstudagskveldi til sunnudags. Þá er aðeins ein leið að störfum af sex. En hvað um það.

Á frjádagskveldinu fengum vér feðgar 10 ára gamlan MB-vagn á leið 6. Greinilegt er á öllu að Norðlendingar eru að skipta um lit á vögnum sínum sem er vel. Nýju metanvagnarnir eru appelsínugulir en þeir gömlu eru meira út í hlandgult.

Leið 6 ekur heljarinnar hring um höfuðstað Norðurlands sem er ekkert skrýtið því hér er um eina vagninn sem er á vaktinni. 

Öngvu að síður skemmtum við okkur konunglega en hringur þessi tekur um 37 mínútur & er fyrirtaks "sightseeing" túr.


Bloggfærslur 20. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband