Sparnaður eða sparðatíningur ...???

015_1299349Byggðasamlagið bröltir nú
í bölvaðan sparnað.
Á leiðum vakið von & trú
en vafra í óvelfarnað.

Ömurð & eymingsskapur

large_Straeto_250x256Það berast heldur þumbaraleg tíðindi úr Þönglabakkanum þessa dagana, hvar eigendur Strætós stefna að hagræðingu í leiðakerfinu upp á tæpar 100 milljónir á þessu ári. Hagræðing þýðir í flestum tilfellum skerðing; minni & verri þjónusta okkur vagnverjum til handa.

30571277 10155605963773348 2344640599849697280 oStrætó bs. hefir á undanförnum misserum verið að auka þjónustu sína - góðu heilli - hægt & bítandi; meiri tíðni, ekið fyrr á sunnudagsmorgnum, lengur á kvöldin, næturakstur o.s.frv.

Ávallt skal hapt í huga að almenningssamgöngur eru dýrar ef mælt er aðeins í beinhörðum peningum; hver ekinn kílómetri kostar milljónir á ársgrundvelli & því mikilvægt að fara vel með almannafé. Nema hvað.

Hinsvegar finnst dr. Gylforce stjórn Strætós skorta þolinmæði; hrint er af stað breytingum að vel ígrunduðu máli - sem er vel - en svo er möguleiki á því að breyta aptur til baka nokkrum mánuðum síðar! Dæmi um það er í minnisblaðinu hér að ofan (í hlekki) þess efnis að sumartíðni á langflestum leiðum eigi að ganga til baka! Það yrði apturför hin mesta - maður lifandi! Það verður að gefa sumartíðninni lengri tíma & skipuleggja ekki almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu út frá árstíðum! 

Á hinn bóginn fyrirfinnast tillögur þarna sem meika sens. Til dæmis ein er lýtur að því að breyta akstursleið 14 á leið út á Granda & spara með því um 40 milljónir á ári. Önnur er að aðlaga næturaksturinn & ná fram smá sparnaði.

Jæja, nóg vrövl í bili. Meira síðar. Lifið veil.


Bloggfærslur 5. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband