Vetni, rafhlöður eða metan fyrir vagna Borgarlínunnar ...???

CaptureGræn er orkan okkar
er endurnýjanleg.
Nú fara menn að flokka
fer allt á besta veg.

Græn Borgarlína

Það berast enn spennandi fregnir af hinni svokölluðu Borgarlínu. Á dögunum undirrituðu Strætó bs., Landsvirkjun, Vegagerðin og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) samkomulag hvar leitað verður lausna & fundinn hentugasti orkugjafinn fyrir vagna Borgarlínunnar. Áætlað er að fyrstu tvær línur hennar hefji akstur árið 2023.

38501262_1740872745982314_863428476789587968_oMarkmiðið er að línan verði vistvæn og orkugjafinn innlendur. Vetni, rafhlöður og metan hafa mismunandi eiginleika og koma allir til greina fyrir vagna Borgarlínunnar.

Dr. Gylforce hélt reyndar að búið væri að ákveða að um rafvagna yrði að ræða en um að gera að fara í rækilega greiningu á því hvað sé hentugast.

1132412Vonandi tekur sú vinna ekki of langan tíma því útboðið sjálft á vögnunum verður líklega flókið og nokkuð tímafrekt eins & gengur & gerist hjá opinberum aðilum.

Vetni? Metan? Rafmagn? Dr.-inn er orðinn spenntur nú þegar - maður lifandi!!!

 


Bloggfærslur 25. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband