Húmið & albúmið ...

Upp stóð frá albúminu
inn í næstu leið.
Hugljúft var í húminu
huggulegur beið.

Hinn tónelski en fráleitt taktfasti dr. Gylforce tók sér tak, lagði frá sér plötualbúmið & hélt á vit vagna á frjádagskveldinu. Nema hvað.

Leikur einn, sem er nú doksa kallinum lítt að skapi, gerði vart við sig er ku kallast óróleikinn.

Dr. Gylforce vissi vart hvurt skyldi halda né hvar skyldi áð að þessu sinni. Hann rifjaði upp húsgang einn er hann lærði í æsku:

Í strætónum ég staðar nem
stari, spyr & svara
veit þó eigi hvaðan ég kem
né hvert ég er að fara.

Góðu heilli rambaði dr.-inn á rafvagn númer 107 á leið 4 & málið var algerlega dautt.

Vonandi hafa rafvagnarnir 14 úr Austurvegi reynst það vel að Strætó bs. hugi að frekari kaupum á þessum hljóðlátu & umhverfisvænu fákum.

Yfir&út!



Bloggfærslur 17. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband