Gjarnir á gleymsku ...

strætóstjóriTítt í hraki tímans
taka þeir eitt "gleym".
Grípa gjarnan til símans
gerist of oft hjá þeim.

Gjarnir á gleymsku

Vagnverja einum tókst að nappa vagnstjóra í símanum. Þetta kemur fram á dv.is. Atvikið átti sér stað á leið 4 sem dr.-inn þekkir nú vel til. 

Vagnstjórinn tók beygju inn Austurberg hjá Hólabrekkuskóla & virðist hafa hugann við símann sinn í stað umferðarinnar. Illu heilli!

Dr. Gylforce hefir varla orðið var við að vagnstjórar séu mikið í símanum sínum en miðað við fréttir sem berast af & til er þetta eitthvað sem þeir verða að bæta.

Ímynd þeirra & áreiðanleiki er í húfi. Vagnstjórar, upp með sokkana, kippið þessu í liðinn. Þetta á vitaskuld ekki að sjást.

Yfir&út!


Mynd: dv.is



Bloggfærslur 3. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband