Fleiri að hoppa á vagninn ...

Kolla hvetur til vagnaferða

56917848_750595128674594_8861325221722849280_ndownload (1)Það er alltaf ánægjulegt þegar fleiri kjósa að hoppa á vagninn hvað almenningssamgöngur varðar. Fyrir stuttu reit ritstjóri Fréttablaðsins góðan leiðara hvar hann hvatti t.d. forstjóra til þess að gefa einkabílstjóra sínum frí & einhenda sér í unaðinn & prófa að taka vagnana. Vel gert!

Maður á nú samt eptir að sjá það gerast - maður lifandi!

StodinByrjun Borgarlínu

Þá hefir borgarráð gefið borgarstjóra umboð til þess að undirrita samninga tvo & hrinda Borgarlínunni þar með úr vör. Nema hvað.

Ef allt fer að óskum skal hafist handa við fyrsta áfanga línunnar í upphafi ársins 2021.

Sá hluti sem varð fyrir valinu er línan frá Hamraborg, vestur um Kársnes, yfir fyrirhugaða Fossvogsbrú & áleiðis niður í miðbæ aukinheldur sem lögð verður lína þaðan að Ártúnsbrekku. 

Spennandi, spennandi - en ekki hvað???

Víst er manna misjöfn dyggð
metið úr ýmsum gögnum.
Ég hef mína trú og tryggð
er tengist unaðsvögnum.


Bloggfærslur 13. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband