Málefni Borgarlínu mjakast ...

CaptureMér sýnist þetta mjakast
mikilvægt er og þannig
ætlar þetta að takast
að komast á næsta stig.

Línan mjakast áfram

Það gleður hið gamla hró Gylforce-ins að lesa um að ríki & sveitarfélög standi nú í samningaviðræðum um fjármögnun á Borgarlínunni margumtöluðu.

Áætlað er að kostnaður við fyrsta áfanga er um 43 milljarðar. Það er mikið fé en líklegt er að stofnvegaframkvæmdir séu inn í þeirra tölu. Ráðgert er að hefjast handa við Borgarlínuna í Hamraborg, leiða hana vestur um Borgarholtsbraut & að öllum líkindum gera hana að einstefnugötu, yfir fyrirhugaða Fossvogsbrú áleiðis í miðbæinn.

Síðan er á stefnan sett á línu frá miðbænum að Ártúni hvar ráðgert er að koma á föt veglegri tengistöð með góðu aðgengi fyrir gangandi vegfarendur, bifreiðar, reiðhjól, strætisvagna og vitaskuld Borgarlínuna.

Aukinheldur kemur fram í spjalli við Dag borgarstjóra í frétt sem fylgir pistli þessum, að heildarkostnaður við Borgarlínuna og stofnvegaframkvæmdir kemur til með að verða um 100 milljarðar. Það er geipilegt fé sem ekki skal gert lítið úr. 

Hafa skal þó í huga að inn í þeirri tölu eru margvíslegar vegaframkvæmdir, kaup á landi, brúarsmíði, undirgangnagerð fyrir gangandi og hjólreiðar. Vonandi ná ríki & sveitarfélög samkomulagi um fjármögnun hið fyrsta svo verkið tefjist ekki & áætlanir haldi.

Amen.



Bloggfærslur 22. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband