Skýtur skökku við ...

Skýtur nú skökku við 
skerðingin rugl.
Ei get hana afborið
endemis þrugl!

Skerðing í sumar

Dr. Gylforce verður ávallt dapur í bragði, hvar hann les & fréttir af skerðingum í hinu lostfagra leiðakerfi höfuðborgarsvæðisins. Nema hvað.

Það er þó vert að staldra við þessa þjónustuskerðingu. Hún einfaldlega skýtur skökku við. Í fjölmiðlum & á samfélagsmiðlum sjáum við t.d. borgarstjórann okkar geðþekka annaðhvort ræða um Borgarlínuna ellegar vera bergnuminn yfir almenningssamgöngunum í Osló. Á svipuðum tíma er samflokksmaður hans & fulltrúi Reykvíkinga í stjórn Strætós að samþykkja skerðingu á vögnunum í sumar. Aukinheldur man dr.-inn ekki betur en fyrrum stjórnarformaður Strætós - & flokkssystir þeirra beggja - hafi rætt um það í fyrra (eða hitteðfyrra) að sumaráætlun Strætós væri tímaskekkja. 

Henni er dr. Gylforce algerlega sammála. Með sumaráætlun & skerðingu felst ákveðin viðurkenning í að almenningssamgöngur séu aðallega fyrir nema & eigi að vera öflugar á veturna en svona la la á sumrin. 

& þá skal munað: Eigi er nemi nemi nema hann nemi. Nema hvað. Já, nema hvað???

Nóg í bili. Dr. Gylforce er brjálaður yfir þessari skerðingu.

Yfir&út!



Bloggfærslur 26. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband