Lítið hróflað við leiðakerfinu ...

E180E0EC-FF82-4DA9-BF15-9CA8A6F117F6Fátt er um fína drætti
fyrir veturinn.
Byggðasamlagið mætti
bæta afköstin.

Byggðasamlagið Strætó hefir kynnt vetraráætlunina á heimasíðu sinni. Við lauslega skoðun er aðeins um eina breytingu að ræða, hvar leið 8 er sett á laggirnar og leið 5 stytt á móti. Á það bara við um virka daga.

Vetraráætlun 2019-2020

Að vissu leyti eru það vonbrigði að ekki sé að finna fleiri breytingar á hinu lostfagra leiðakerfi. Það þarf að vera lifandi eins & sagt er & taka eðlilegum breytingum.

Dr. Gylforce saknar enn að ekki skulu ráðist í breytingar í Firðinum. Leiða má líkur að því að kjörnir fulltrúar þar hnjóti um kostnaðaraukann sem fylgir en nýtt leiðakerfi fyrir Gaflara er nánast tilbúið á teikniborðinu hjá Strætó.

Þar kemur til kasta starfsmanna Strætós að sannfæra bæjarfulltrúana í Firðinum um ágæti þessara breytinga og "selja" þeim hugmyndina; einfaldara leiðakerfi, betri þjónusta og tengingar, bæjarbúum til heilla.



Bloggfærslur 16. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband