Vagnverji virtur að vettugi ...

Virtur að vettugi
vont er ómakið.
Bílstjóri syndugi
segðu afsakið.

Virtur að vettugi

Það bárust ekki góðar fréttir af vagnstjóra einum - líklega á leið leiðanna, leið 1 - varðandi samskipti hans við vagnverja einn. Sá er bundinn hjólastól og vildi vitaskuld taka sér far með vinum vorum, vögnunum. 

Vagnstjórinn hafnaði því & taldi sig ekki þurfa að aðstoða verjann við að komast inn í vagninn. Það er gegn vinnureglum Strætó og veit dr.-inn mætavel að byggðasamlagið mun bregðast hratt og örugglega í þessu máli.

Góðu heilli heyra svona leiðindaatvik til undantekninga.

Yfir&út!


Bloggfærslur 22. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband