Illa vankaður vagnstjóri ...

Hinn eðalborni & eðlisgóði dr. Gylforce lenti í heldur furðulegu atviki, hvar hann hugðist aptur reyna að komast í leið 28 við Hvammsveg þeirra Kópvæginga. Nema hvað.

Að þessu sinni mætti dr. Gylforce vel tímanlega við stoppistöðina & ætlaði ekki að missa aptur af gjörbreyttri leið 28.

Dr.-inn stóð við staurinn & hugðist taka leið 28 til vesturs. Vagninn kom & doksi undirbjó Appið í símanum. Sá guli hægði á sér en stoppaði EKKI & ók framhjá doksa kallinum!!!

imageDr.-inn varð svo hissa & reiður að hann hljóp á eptir hinum stutta 337 Ivecovagni öskrandi & veifandi eins & geðsjúklingur. Hvernig í ósköpunum gat vagnstjórinn ekki séð hann???

Loksins virtist hann hafa heyrt í doksa & stoppaði u.þ.b. 50 metra frá staurnum. Vagnstjórinn virkaði þreytulegur & sagði bara; sorry, sorry.

imageTveir aðrir vagnverjar fengu síðan vægt sjokk í ferð þessari þegar vagninn ók inn í hringtorg á Fífuhvammsveginum & fór sömu leið tilbaka; héldu þeir að vagninn væri aptur á leið upp í efri byggðirnar.

Þetta er breyting á leiðinni, sem varð 7. janúar síðastliðinn & er örugglega til hins verra. 

Vonandi sér Strætó bs. það hið fyrsta & lætur leið 28 ganga aptur um Dalsmárann.

Yfir&út!

Vankaður er vagnstjórinn
virkar ekki glaður.
Hleypir ekki doksa inn
- endemis þvaður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband