Geyst um gettóið ...

bustat.JPG.galleryGylforce-inn við gettóið
geysist um malbikið.
Stefnir á strætó tattúið
- stórt & mikið!

Hinn kvartsári & kveifarlegi dr. Gylforce hefir keyrt með vinum vorum - vögnunum - út & suður þessa dýrlegu helgi, hvar hann hefir reyndar haldið sig nánast við gettóið báða dagana. Nema hvað.

a-raf3Dr. Gylforce hefir farið á fjörurnar við leiðir 3 & 4 hér við Stútulautarselið. Hið lostfagra leiðakerfi vagnanna er minnst spennandi á sunnudögum, hvar 30 mínútna tíðnin tröllríður öllu aukinheldur sem vagnakosturinn er yfirleitt Iveco & Irisbus. Hvað um það.

Hinir sænskættuðu vagnar sáust ekki, því síður þýska stálið & hinir rafmögnuðu kínversku kaggar eru ekki enn komnir á vígvelli veganna.

Dr.-inn bíður þó spenntur eptir rafvögnunum en von er á þeim um mánaðarmótin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband