Guð blessi Gylforce ...

Nú þegar tíu ár eru liðin frá gjaldþrota hugmyndafræði sem m.a. hvatti til 3-5 ökutækja á hvert heimili, gæti farið á næstu árum að hilla undir nýtt & mun betra samgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínuna. Ef & þegar línan sú kemst á legg eru menn í dauðafæri að láta draum þennan aka á sjálfkeyrandi rafvögnum & hefja þar með það ferli. En ekki hvað???

Í tilefni af þessum merku tímamótum einhenti dr. Gylforce sér í vagnana & einskorðaði ferðir sínar við rafvagnana níu sem komið hafa úr Austurvegi á undanförnum vikum og mánuðum. Nema hvað.

Vitaskuld voru þetta unaðsferðir; þrásetur & langdvalir. Doksi kallinn gerði hosur sínar gular fyrir rafvögnunum sem óku á leiðum 2 & 4.

austurvegsvagninnIllu heilli var hvörgi neina virka upplýsingatöflu að sjá inn í vögnunum. Hvurnig stendur á því? Dr.-inn hélt nú bara að um byrjendaörðugleika væri að ræða.

Hér þarf byggðasamlagið að gyrða sig í brók. Núna. Strax.

Upplýsingagjöfin gleymst
Gylforce ekki sáttur.
Ekkert hefir endurheimst
endalaus fyrirsláttur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband