Sköruglega skýrsla ..

CaptureSér vegir fyrir vagna
vitaskuld þeim fagna.
Ávallt leitum umsagna
& öflum góðra gagna.

Eflum vagnana

Í þjóðfélagi voru er öngvinn maður með mönnum í stjórnmálum, í opinberum stofnunum, já eða byggðasamlögum nema hann skipi nefnd/ráð/starfshóp sem skili síðar af sér skýrslu um eitthvað tiltekið mál eða málaflokk. Nema hvað.

Strætó bs. er þar öngvin undantekning. Nú hefir litið dagsins ljós vel skrifuð og skynsamleg skýrsla sem unnin er af sérfræðingum Strætó & samgönguverkfræðingum hjá Mannviti.

Í henni kennir ansi margra grasa & mun dr. Gylforce nýta gjörhygli sína hér á þessum vettvangi næstu daga til þess að rýna í skýrsla þessa. En ekki hvað???

Eins & ugglaust við var að búast leggja skýrsluhöfundar m.a. til að fjölga sérakreinum fyrir strætó, ljósastýringu á umferðarljósum & fleiri svokallaða strætóvegi. Á þeim ekur aðeins strætó & fyrirfinnast þeir núþegar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu eins og t.d. meðal Grafvæginga.

589-237d3730abAð mati dr.´s er hvað framsæknast & framandi í skýrslu þessari tillaga að gera strætóveg frá Hörgslandi í Fossvogi að Fagralundi þeirra Kópvæginga. Ef af honum yrði myndi hann fara í gegnum Fossvogsdalinn sem er nú efalítið eitt af eðal útivistarsvæðum borgarinnar & mikið nýttur sem slíkur.

cbkHér þarf að stíga afar varlega til jarðar enda nefna skýrsluhöfundar það & leggja áherslu á að ákvörðun sem þessi verður aldrei tekin nema að vel athuguðu máli & í miklu & góðu samráði við marga aðila.

Fleiri tillögur eru nefndir fyrir hugsanlega strætóvegi. Meir um þá síðar.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband