Bloggblaður Breiðhyltings ...

karsnesiðLangar að blaðra, hleð í blogg
bísperrtur, allsgáður.
Alveg til í að ybba gogg
eins & svo opt áður.

Fyrir nokkrum árum bjó dr. Gylforce meðal hinna kópvægsku Kársnesbúa, hvar það var svo sem allt saman gott & blessað. Eða hvað???

Í þá daga gekk aðeins ein leið um hið fagra nes; leið 35 & kom hún á hálftíma fresti. Nokkru síðar var bætt um betur & tíðnin aukin í 15 mínútur á annatíma virka daga. Nema hvað.

fossvogsbtúLeið 35 er hringleið en nokkrar slíkar eru í leiðakerfi Strætós. Sérfræðingar Mannvits & byggðsamlagsins virðast þó ekki par hrifnir af slíkum leiðum ef marka má skýrsluna góðu sem áður hefir verið minnst hér á. Telja þeir að vagnar, tími, peningar & jú tími verja sé ekki vel varið í hringjum þessum. Hvað um það.

Fyrir nokkrum misserum var þó bætt annarri hringleið um Kársnesið, leið 36 sem ekur rangsælis að Hamraborg meðan leið 35 gjörir slíkt réttsælis. Með tilkomu hennar gjörbreyttust strætósamgöngur til hins betra á Kársnesinu & vér verjar öngva stund upp í Hamraborg. Það er vel.

Og nú skal enn bætt í með afar spennandi Fossvogsbrú. Hún verður eingöngu fyrir gangandi vegfarendur, hjólandi & vitaskuld vagnana.

Efalítið verður hún mikil lyftistöng fyrir almenningssamgöngur, enda býr hún til nýja tengingu á einum þéttsetnasta samgönguás höfuðborgarsvæðisins, milli byggða í suðri og miðhluta Reykjavíkur.

Þegar hún verður tilbúin er vert að athuga aptur flutning vestur til Kársnesinga. Maður lifandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband