Fljóthuga & flaustursgjarn ...

16491599_10154452593338348_1245920365_oDoksa dreymdi nýtt upphaf
& draumaferð hvers dags.
Brunandi við dimmblátt haf
sem byrjar ekki strax!

Hinn stórhuga & stælti dr. Gylforce stóð upp eins fljótt & auðið var & kvaddi ungviðið vestur á Kársnesi, hvar hann varð að halda á vit vagna. Nema hvað. 

Dr.-inn virtist óðamála & óðara var hann kominn í Mjódd okkar Breiðhyltinga & einhenti sér í leið 11. Tíminn leið líkt & flugan óða enda hapði doksi kallinn hug á að komast úr ellefunni yfir í leið 3 frá hinu huggulega Hlemmtorgi. Hvað um það.

Með doktorinn djarfan
& drífandi skref.
Við Hlemminn svá lék hann
sín hugljúfu stef.

Örlitlar breytingar hafa orðið á leið 3 hvar hún ekur nú um Sæbraut & Kalkofnsveg á leið sinni til & frá Hlemmi í stað þess að þjösnast um Hverfisgötuna. Eða hvað???

Ó-nei! Flaustursgirni & fljótfærni! Breytingin tekur ekki gildi fyrr en í febrúar! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband