Grandagarður ...

imagegrandi_kortÞað má með sanni segja að Grandi & umhverfi hans hafi tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum misserum. Það þarf eigi að fara langt aptur í tímann þegar fátt var spennandi við tanga eða totu þessa á höfuðborgarsvæðinu.

Nú er þar að finna spennandi veitingastaði, hönnunarverslanir, kaffihús og söfn innan um fiskiðnaðarsögu & doksi veit ekki hvað & hvað. Nema hvað.

Skugga hefir þó borið á að einvörðungu leið 14 í hinu lostfagra leiðakerfi höfuðborgarsvæðisins hefir komið oss vagnverjum til & frá Granda með alls kyns útúrdúrum sem reynast tímaþjófar. En ekki hvað???

20171101130348-fae3b6a7Nú breytist það. Sem er vel. Leið 14 ekur nú beint niður Hverfisgötu frá Hlemmi til & frá Granda sem styttir leiðina til muna. Vér vagnverjar höfum tök á öðrum leiðum í stað gömlu leiðar 14 svo ekki er um mikla skerðingu að ræða, heldur framför sem er fyrirtak.

Heimili hönnunar
hugguleg ásján.
Beint á Granda brunar
bus númer fjórtán.

Nú þarf dr.-inn bara að bruna í bísperrta ferð um Grandagarðinn. Maður lifandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband