Landsbyggðarvagn í vanda ...

sba 56Í bobba nú blágulir
bölvanlegt máske.
í dreifbýlinu dulir
djöfullinn er að ske???

Vagnar í vanda

Í upphafi ársins 2020 mun Vegagerðin sjá um allan akstur landsbyggðarvagna sem hafa hapt blágulan lit sem einkenni sitt. Nema hvað.

44474698_249924592536365_6628654316200656896_n55Verktakinn Hópbílar hafa að megninu til séð um akstur þennan en nú virðist öreindið þrjóta hjá sveitarfélögunum á landsbyggðinni & senda þau boltann yfir til Vegagerðarinnar. Líklegt má telja að stofnunin sú muni bjóða út akstur þennan á næsta ári.

Í sjálfu sér skiptir litlu máli hver sér um aksturinn. Vagnverjar þurfa vitaskuld á góðri þjónustu að halda & hafa hana samræmda við Strætó bs. hvað tímatöflur & helst skiptimöguleika varðar.

Vonandi þýðir þessi breyting ekki að sérleyfin koma aptur & alls kyns verktakar hefja akstur á ýmsum leiðum með lítilli sem öngvri samræmingu. 

Þá verður illa komið fyrir blágulu vinum vorum. Maður lifandi!

27164499_10155409483748348_8984493212304877399_oEn hví notar fólk ekki þann blágula meir en raun ber vitni? Ætli það sé ekki verðið, það er of dýrt í vagnana. Sem dæmi er hægt að fá flug til Akureyrar á sambærilegu verði og vagninn; 45 mínútna flug ellegar 6,5 klst ferð með vagninum (unaðsferð reyndar)???

Valið er auðvelt hjá flestum.

Vonandi koma framsýnir verktakar sem þora að lækka verðið, halda uppi öflugri þjónustu & fjölga með því vagnverjum umtalsvert & ná að snúa blaðinu við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband