Erlend upplifun ...

20140831120918-0be7fd2eHinn dagsfarsprúði & drottnandi dr. Gylforce lenti í heldur undarlegri upplifun þegar hann tók sér far með leið 11 frá Mjódd á miðvikudagseftirmiðdaginn. Maður lifandi.

Vagninn átti að leggja úr vör frá Mjódd okkar Breiðhyltinga kl. 16:37 en kom mínútu of seint. Þá tók hinn geðþekki bílstjóri sig til & stormaði út úr vagninum & fór í smókpásu!

Það þýddi að vagninn lagði ekki af stað fyrr en kl. 16:42 eða fimm mínútum of seint. Það var mjög óheppileg ákvörðun því þetta var (og er) á miklum álagstíma & því ljóst að vagnstjórinn hepði þurft að halda vel utan um stýrið til þess að reyna að vera á áætlun. Sem tókst öngvan veginn að þessu sinni.

20140831121020-19b4e029Áfram hélt vagninn að tefjast enda margir vagnverjar á ferð aukinheldur sem umferðarþunginn er mikill á þessum annatíma, frá kl. 16:30-17:30.

Þegar vagninn komst loksins úr miðbænum & hapði farið um Seltjarnarnesið var hann orðinn um 15 mínútum of seinn & næsti vagn beint fyrir aptan!

Vér vagnverjar vorum því sameinaðir úr tveimur vögnum í einn, sem var eðlilegt, en hvimleitt til þess að vita að ein ferð hafi dottið út á leið 11.

Dr.-inn man nú ekki eptir því að hafa farið í svona aðgerðir hér á landi á áður. Þetta er hinsvegar nokkuð algengt í Lundúnaborg & hefir hann a.m.k. tvisvar lent í þessu þar. En þar er líka allt önnur tíðni.

Hvað um það, vonandi ná vagnstjórar hér eptir að sleppa að fá sér nagla & gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að halda áætlun.

Amen.



Myndir: citybus.piwigo.com


Bloggfærslur 18. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband