Austurland komið á kortið ...

austurulandKomnir loks á kortið
kætist nú lundernið.
Lætur ekkert ósnortið
Austurlandsvíðernið.

leidakerfid_vetur_2018-2019Vér vagnverjar fögnum nú því frá og með mánudeginum 3. janúar 2022 mun rekstur Strætisvagna Austurlands færast frá Múlaþingi og yfir til Vegagerðarinnar. Nema hvað!

Almenningssamgöngur á Austfjörðum verða því formlega hluti af leiðaneti Strætó á landsbyggðinni. En ekki hvað???

°01Akstursleiðirnar munu ekki breytast en leiðirnar munu fá ný leiðanúmer og nýjar tímatöflur.

Jibbíkóla!!!




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Samgöngur í sveitarfélaginu Fjarðabyggð (Norðfj.+Eskifj.+Reyðarfj+ Fáskrúðsfj.+Stöðvarfj.+Breiðdalsvík) hafa ALDREI verið á vegum Múlaþings. M. er nýstofnað sveitarfélag (haust 2020), þá sameinuðust Fljótsdalshérað, Borgarfj.eystri+Seyðisfj.+Djúpivogur. Þú ert að rugla saman sveitarfélögum. - En áður voru starfandi Strætisvagnar Austurlands, og vagnarnir þurftu auðvitað að keyra milli sveitarfélaga.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 31.12.2021 kl. 15:00

2 Smámynd: Dr. Gylforce

Sæl,

takk fyrir þessa ábendingu. Hún ætti nú að rata alla leið til Strætós bs. því þessar upplýsingar eru fengnar af heimasíðu þeirra.

Dr. Gylforce, 1.1.2022 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband