Leiðir í lest ...???

cc 005Hinn eptirláti & auðmjúki dr. Gylforce hefir nýtt gjörhygli sína & rýnt í fyrirhugaða þjónustuaukningu byggðasamlagsins. En ekki hvað???

Eitt af því sem stendur fyrir dyrum eru töluverðar breytingar á leið 21. Ekki reynist vanþörf á því, hvar leiðin ekur nú um Reykjanesbraut & stoppar hvergi í námunda við Smáralind & Smáratorg sem er afar sérstakt. 

Nú verður breyting á & er ætlunin að leið 21 aki um Smárahvammsveg & stoppi hjá Smáralindinni. Það er mjög gott framtak. Aukinheldur mun leiðin aka lengur á kvöldin & á sunnudögum sem vitaskuld ber að fagna!

2017682Hinsvegar verður skrýtið ef leið 21 verður látin keyra um Smárahvammsveg, stoppa hjá Smáralindinni & aka svo um Dalveginn að Mjódd. Það er nákvæmlega sama leið & leið 24 tekur núþegar - & yrðu þær aukinheldur á mjög svipuðum tíma. 

Þá er hætt á því að leiðir 21 & 24 verði í lest & halarófu þennan spölinn. Betra er að láta leið 21 aka lengra í austurátt, framhjá Elko í Lindum, inn á Reykjanesbraut & þaðan i Mjódd.

Það verður því spennandi að sjá hvort byggðasamlagið ætlar þessum leiðum að aka í einni lest & halarófu - maður lifandi!

Aumt er að sjá í einni lest,
eðal leiðir tvær.
Held okkur muni fýsa flest
að fjarlægja þær.


Bloggfærslur 14. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband