Rafspennan magnast ...

Hömruð til hlýðni
hér á landi á.
Tíu mínútna tíðni
tveimur leiðum hjá.

Hinn kjarnyrti & kjaftfori dr. Gylforce kann því vel & hlakkar mjög til, hvar leiðir 1 & 6 verða með 10 mínútna tíðni eptir áramótin. Það er ótrúlega mikill munur á því að hafa vagna á kortersfresti & svo aptur með tíu mínútna tíðninni. Maður lifandi, líki því vart saman.

Þjónustuaukning Strætó bs. kallar augljóslega á endurnýjun vagnaflotans. Það gefur augaleið & minnir dr.-inn á rafvagnana níu sem byggðasamlagið hefir fest kaup á. Hvar eru þeir nú en þeir áttu að vera löngu komnir í gagnið???

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/13/rafmagnsvagnar_a_nyju_ari/

Þau gleðitíðindi hafa & borist að nú loksins grillir í rafvagnana frá Kína. Framleiðendurnir telja sig hafa leyst vandann varðandi yfirbygginguna & megum vér vagnverjar búast við rafvögnum í þjónustuaukningunni en núþegar hefir það verið gefið út að þeir verði á leiðum 4 & 6. Örugglega munum við sjá þá á fleiri leiðum.

Yfirbygging úr áli
- algjört spé!
Stöndugir úr stáli
sterkir sem tré.
 


Bloggfærslur 16. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband