Á vit þess gyllta ...

gullvagninn1Ef þú fyllist ferðaþrá
ferðastu með lagni.
Ferð þín byrjar ætíð á
eðal strætisvagni.

Spígsporaði við Spöngina
spenntur þar lengi beið.
Gylforce-inn varð glaðsinna
sá gyllti var á leið!gullvagninn2


Hinn gróni & fráleitt gisni dr. Gylforce var gæfusamur & glaðsinna í kvöld, hvar hann komst í hinn geysi fallega gullvagn byggðasamlagsins, Strætó bs. Maður lifandi!


16491526_10154452593018348_7907746_oÞað er greinilegt á öllu að með tilkomu nýrra markaðsmanna á skrifstofu Strætó bs. hefir starfsemi og ímynd vagna & vagnverja tekið stakkaskiptum. Samskiptamiðlar hafa verið virkjaðir - vagnverjum til handa - & nú bætir um betur með skemmtilegri skreytingu á einum af Iveco Crossway vögnunum - en ekki hvað???

Vagn númer 148, sem hefir einatt tekið slaginn á leið 2, var á leið 6 í kvöld þegar dr. Gylforce beið öngvra boða. Aldeilis ekki.

Dr.-inn einhenti sér í sexuna við Spöng & sat sem fastast í þeim gyllta alla leið að sjálfri endastöðinni, Hlemmi.

174Á dögunum var 174 Crossway vagninn skrýddur í tengslum við Hönnunarmars & ekur nú fagurlega fjólublár um vígvelli veganna.

Þetta er skemmtilegt, mitt hávelborna byggðasamlag.

Meira svona!






Mynd 2: FB síða Strætó
Mynd 4: straeto.is


Bloggfærslur 1. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband