Hryggjarstykki höfuðborgarsvæðisins ...

961627Borgarlína, léttlestir,
leiðanna blóðrás.
Vagnverjar velflestir
vilja samgönguás.

Hinn framsýni & fráleitt freki dr. Gylforce fékk mikið vatn í munninn þrátt fyrir að vera hvorki að teiga Toppinn né Maxið þegar hann sá frétt um fyrirhugaða Borgarlínu á mbl.is. Maður lifandi.

Ef áætlanir ganga eptir hepst undirbúningur að Borgarlínunni, léttlestar- ellegar hraðvagnakerfi, á næsta ári. Kostnaðurinn við verkefnið er vitaskuld gríðarlega mikill & spurning hvernig fjármögnun verði háttað.

Hvernig sem peningamálunum líður þá mun Borgarlínan auka lífsgæði höfuðborgarbúa verulega. Fyrsta áfanga hennar á að ljúka eftir fimm ár & verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.

Doksi kallinn getur vart beðið.

Borgarlínan


M
ynd: mbl.is


Bloggfærslur 5. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband