Riff elt á röndum ...

Hið bráðsnjalla byggðasamlag, Strætó bs., gaf það út í gær á Vinatorginu (Facebook) að einn vagn á leið 15 væri í tengslum við RIFF kvikmyndahátíðina & sýndi stuttmyndir á leið sinni milli Mosó & Meistaravalla. Snilld!

Dr. Gylforce var ekki lengi að losa sig við ungviðið í mennta- & menningarsetrinu, sem nú er við Fannborg, & halda á vit vagna. Maður lifandi!

Áskorunin var góð, hvar átta vagnar aka leið 15 á annatíma & doksi kallinn hapði öngva hugmynd um í hvaða vagni myndirnar væru. Hann taldi þó ólíklegt að þær væru sýndar í aukavögnunum fjórum sem koma inn á háannatíma. Nema hvað.
21993126 1406650672737858 1490986751407725288 o
Dr.-inn endasentist milli Mosó & Meistaravalla, með viðkomu á Hlemmi, Grensás & Ártúni, í leit að vagni þessum en tókst því miður ekki. 

Öngvu að síður átti doksi þrásetur & langdvalir í hinum sænskættuðu 107, 114, 115, 116 & 117 Scania Omnilinkvögnum ásamt Irisbusi 141 & 142, að ógleymdum femininstavagninum, KÞBAVD vagni númer 180.

Öngvin þessara vagna var með skjáinn góða svo nú verður dr.-inn bara að sverma fyrir honum um helgina.

Gengur bara betur næst!



Doksi natinn & næmur
netta vagna sá.
Stuttar Riffsins ræmur
reyndi þar að sjá.



Myndir: Strætó bs.


Bloggfærslur 30. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband