Færsluflokkur: Ljóð

Hinn músíkalski metanvagn!

Framdyr opnast, flautan gall
fagurt lag í spilun.
Metanvagninn músíksnjall
merkileg þessi bilun!

95897560_2767668569948381_2199326647746822144_nÍ hópi á Fasbókinni sem ber heitið "Strætó bs. LOF OG LAST" var að finna skemmtilega færslu á dögunum.

Byggðasamlagið hefir tvo hvíta metanvagna frá Scania á sínum snærum sem aðallega aka leiðum 6 & 18.

Óvenjuleg bilun varð í öðrum þeirra hvar þegar framhurðin opnast spilar bílflautan lagstúf!

Músíkalskur metanvagn - hvað er hægt að hafa það betra :) ??? 


Árskort í unaðinn ...

Í hús er komið kort
sem kætir mitt hró
& öll mín ljóð óort
eiga stund í strætó.

Dr. Gylforce frá Stútulaut fékk óskasendingu á dögunum, hvar árskort í vini vora - vagnana - kom í hús með sniglapóstinum geðþekka. 

Dr.-inn beið öngvra boða & hélt rakleitt á vit vagna. En ekki hvað???

Allt virtist smella þetta annars hægláta & fallega haustkvöld, hvar Gylforce-inn hitti loksins á Jesúvagninn umtalaða er hann valhoppaði um hin breiðhylzku fell:

Ég Jesúvagninn í fellum fann
fer þar um með Litháa.
Ríkti hann með sóma & sann
síðla hausts á landinu bláa.

Eptir yndislegar ferðir um Breiðholtið þvert & endilangt með leiðum 2,3,4 & 12 - & Gylforce-inn vitaskuld vopnaður grímu - var þetta orðið gott & kominn tími á koddann.

Góðar stundir vagnverjar!



Meira af skreyttum vögnum ...
















72884131_10156206659810938_7096554259654639616_o
Vagnar skreyttir títt skjótast
skemmtileg þróun.
Sumir bölv´& bölsótast
um bruðl & sóun.


Fólk og ferðamynstur ...

Um þriðjungur vel þráir
þrengsli á akrein.
Og íhaldsmenn heiðbláir
hausnum berj´í stein.

Þriðjungur velur einkabílinn

Könnun fyrirtækisins Maskínu á ferðahögum fólks var birt í vikunni & er allra athygliverð. Heldur betur - maður lifandi!

Rúmlega helmingur aðspurðra vilja komast til & frá vinnu með vagninum, hjólandi eða gangandi. & aðeins rúmlega þriðjungur, eða um 35%, vill notast við einkabílinn.

Aukinheldur kemur fram í könnuninni að yngra fólk er viljugra til þess að notast við fjölbreyttari ferðamáta heldur en þeir sem eldri eru. Það rímar nokkuð vel við það sem dr. Gylforce hefir sagt á þessum vettvangi.

Dr.-inn hefir sagt það margopt hér & endurtekur enn sína speki: Í hvert sinn er hann sest upp í óvininn - einkabílinn - spyr hann sig þessarar spurningar: Er möguleiki á því að komast þessa ferð með öðrum hætti???

& svarið kemur kannski sumum á óvart - en það er nefninlega JÁ!



Spíritus á leið ...

stræto með grimuBætist nú við enn eitt blogg
bíð ég eptir vori.
Doktorinn reis upp við dogg
með "dáldið" af hori.

Vagnstjórar nú með vaðið
vel fyrir neðan sig.
Spara ekki sprittbaðið
sprauta á mig & þig.

Gríma & spritt

Hinn kunni & kumpánalegi vagnstjóri á leið 11 kallar ekki allt ömmu sína & vill greinilega hafa vaðið fyrir neðan sig. Er það vel.

Eins & sjá má hefir vagnstjórinn geðþekki bæði grímu & spritt við hendina til þess að koma í veg fyrir smitleiðir á hinn válegu veiru sem gegnumsýrir flest allt í þjóðfélaginu um þessar mundir.

Nú er bara að bíða & sjá hvort aðrir á leið feti ekki í sömu fótspor.

Yfir&út!


Mynd: eirikurjonsson.is


Dólgur í doksa ...

IMG_20200214_230424Nánast einn í vagni var
voru öngvin læti.
Böðlaðist með bífurnar
upp í blátt sæti. 

Dr. Gylforce einhenti sér í fyrirtaks vagnaferðir á frjádaginn eptir fárviðrið mikla, hvar fáir reyndust á ferli & ferðir með allra rólegasta móti. Nema hvað.

Aldrei þess vant sýndi dr.-inn af sér dólgslega framkomu & dómgreindarleysi í vagninum, hvar hann vippaði annarri bífu sinni í sætið á rafvagninum & dormaði nánast á leið. En ekki hvað???

Gylforce-inn var ekki til fyrirmyndar þarna enda hapði hann kneyfað ölið en lofar að þetta hendi hann aldrei aptur.

Aldrei!

Amen.





Fokk & fok ...

5154D372E89CC8B7EEB17B29CC3078095F16CD1E12F2860B336E2B2EF58E61DE_713x0Vagnverjar & landsmenn allir fóru ekki varhluta af aftakaveðrinu sem geisaði á sjálfan Valentínusardaginn. Maður lifandi!

Strætó aflýsti öllum ferðum í gærmorgun en hóf svo akstur um hádegisbilið, góðu heilli fyrir oss vagnverja.

downloadMargt gekk á í fárviðrinu & fékk t.d. þetta strætóskýli við Sundlaugina á Seltjarnarnesinu að kenna á því. Það fór á hliðina en vonandi er búið að koma því á réttan kjöl.

Eptir fok það fór á hlið
fokk & ekkert spaug!
Bölvanleg er nú bið
á biðstöð við sundlaug.

Yfir&út!


Spánnýir ávallt spennandi ...

221Með raunir mínar rogast
rata inn í vin.
Að spánnýjum ég sogast
sit þar auðfundinn.

Hinn gæfi en guðhræddi dr. Gylforce gekk til vina sinna - vagnanna - hvar hann hapði eigi hug á því að horfa á júrakeppnina á Rúv líkt & þorri vagnverja. Nema hvað.

Eptir góðan en stuttan rúnt með leið 4 sá doksi kallinn einn spánnýjan vagn á leið 11 í Mjóddinni sem ættaður er sunnan úr Firði. Málið var steindautt.

52654467_487096328487740_8974750746754940928_nInn vildi dr.-inn.

Dr. Gylforce sté stoltur inn í glænýjan & glæstan 221 Iveco Crossway á leið 11 við Mjóddina. Það eimir enn af nýju lyktinni inn í honum sem einkennir nýjar sjálfrennireiðar. Maður lifandi!

52014009_551367588678966_707037872749805568_nDr.-inn hélt mjúkur & meyr með vagninum alla leið að Þjóðleikhúsinu hvar hann ákvað þar að skella sér í leið 13 en á leið þeirri eru líka nýir vagnar. Unaður.

Aukinheldur sást einn rafvagn á vaktinni á leið 4, 168 Yutong úr Austurvegi, en illu heilli náði dr.-inn ekki eiga unaðsþrásetu með honum að þessu sinni.

Yfir&út!



 


Frónverzkir vagnar ...

16466108_10154452593058348_162396281_oFrá Hlemmi að Firði
fór doksi án trega.
Verjans mikils virði
að vera tímanlega.

Hinn ærukæri & áreiðanlegi dr. Gylforce átti litla stund aflögu í gær, hvar hann var fljótur að nýta hana & hélt á vit vagna. Nema hvað.

CAM01544Dr. Gylforce hélt með þýðum Iveco Crossway vagni að Hlemmi okkar Reykvíkinga. Þar sá Gylforce-inn hinn glæsta & glæsilega 3ja hásinga sænskættaða Volvo 199 vagn á leið leiðanna, leið 1. 

Dr.-inn settist inn & þaut sænska stálið á rúmum 30 mínútum suður að Firði. Enn & aptur verður að segjast að slíkur ferðatími er ásættanlegur. Vagninn var vel setinn & leið hálftíminn eins & 5 mínútur á leið, leið leiðanna, leið 1.

En ekki hvað???


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband