Fólk og ferðamynstur ...

Um þriðjungur vel þráir
þrengsli á akrein.
Og íhaldsmenn heiðbláir
hausnum berj´í stein.

Þriðjungur velur einkabílinn

Könnun fyrirtækisins Maskínu á ferðahögum fólks var birt í vikunni & er allra athygliverð. Heldur betur - maður lifandi!

Rúmlega helmingur aðspurðra vilja komast til & frá vinnu með vagninum, hjólandi eða gangandi. & aðeins rúmlega þriðjungur, eða um 35%, vill notast við einkabílinn.

Aukinheldur kemur fram í könnuninni að yngra fólk er viljugra til þess að notast við fjölbreyttari ferðamáta heldur en þeir sem eldri eru. Það rímar nokkuð vel við það sem dr. Gylforce hefir sagt á þessum vettvangi.

Dr.-inn hefir sagt það margopt hér & endurtekur enn sína speki: Í hvert sinn er hann sest upp í óvininn - einkabílinn - spyr hann sig þessarar spurningar: Er möguleiki á því að komast þessa ferð með öðrum hætti???

& svarið kemur kannski sumum á óvart - en það er nefninlega JÁ!



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband