Kjölturakkar & kettir ...

628x471Hinn rándýri & rófulausi dr. Gylforce rak nokk í rogastans hvar hann sá frétt á netinu um að leyfa gæludýr  meðal vinanna, vagnanna.

Dr. Gylforce er gæludýravinur hinn mesti & kann ferfætlingunum allt hið besta. Doksi kallinn hefir & átt urmul katta af ýmsu stærðum & tegundum. Hinsvegar hefir hann aldreigi hapt ímyndunarflug þess efnis að fara með þá í vagnana. Hvað um það.

Í fréttinni kemur aukinheldur fram að gæludýr séu leyfð víða í borgum Evrópu, t.a.m. London. Dr.-inn hefir nú heimsótt Lundúni æði opt eins & gamla bloggsíða hans sýnir, sem & borgir eins Berlín, Barcelona, París & Kaupmannahöfn. Doksi minnist þess ekki að hafa séð neina ferfætlinga þar á ferð með vögnunum, nema þá helst ofurölvaðar mannverur á fjórum fótum. Hvað um það.

cat-Artful-Dodger_2085377bHinsvegar mátti sjá kjölturakka & jafnvel einstaka ketti meðal Krít- & Kosverja suður í Miðjarðarhafi. Öngvin ófriður var af þeim þar & því er þetta virkilega áhugaverð spurning hvort leyfa á gæludýr í glæsivögnum eður ei???

Blindir mega hafa rakkann með sér í vagnana hér á landi á þótt dr.-inn hafi aldrei séð slíkt.

Dr. Gylforce vonar að byggðasamlagið stígi varlega til jarðar hvað gæludýrin varðar enda mörg önnur verkefni sem eru brýnni á sviði almenningssamgangna en fiðurmjúkir ferfætlingar.

Í glæsivagna gæludýr
gelta ótt & breima.
Kettir, hundar, ær & kýr
kúriði bara heima!

P.s. Þetta málefni virðist vera einum blaðamanni visir.is mjög hugleikið sbr. http://www.visir.is/gaeludyrin-med-i-straeto/article/2015150229148


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband