Merk merking ...

CAM00793Hinn lágstemmdi & ljúflegi dr. Gylforce hefir opt leitt hugann að því hve vinir vorir - vagnarnir - eru illa merktir að innanverðu. Í öllum löndum sem doksi hefir komið til er reynt að hafa upplýsingaflæðið til vagnverja eins & best er á kosið. Hér er því vart til að dreifa. Nema hvað.

Hvar sem maður kemur er t.a.m. stórt & skýrt skilti í vagninum sem sýnir hvaða leið vagninn er að fara. Allar stoppustöðvar eru inn á kortinu og jafnvel tengimöguleikar við aðrar leiðir. Hér sést ekkert slíkt heldur bara eitt skilti á stangli um að setja nú ekki fæturnar í sætin, óþarfa spjall við vagnstjóra ekki heimilt o.s.frv.

Hjá Strætó bs. hafa vagnamálin þróast á þann veg að mikil rótering er á vögnum byggðasamlasgins. Í kvöld- & helgaráætluninni keyrir einn vagn t.d. þrjár leiðir, þ.e. leiðir 2,3 & 4. Slík ráðstöfun flækir mjög allar merkingar á vögnum hvað einstaka leið varðar.

Movia_bus_line_2A_on_StormbroenDr.-inn hepði haldið að nær væri að hverfa aftur til þess þegar einn vagn ók eina leið & hefjast handa við að merkja vagnana vel.

Það verk skal vanda, oss vagnverjum til handa!



Merkja skal nú vagna vel
svo verjar munu fagna.
Ég þann draum í brjósti el
að fá í alla vagna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband