Rafmagn á reykvískar reinar ...

e12-img01Hinn spennti & spengilegi dr. Gylforce fær ekki betur séð en byggðasamlagið Strætó sé nú heldur betur að spenna gjörðina, hvar þeir hafa samþykkt kaup á fjórum spennandi rafmagnsvögnum fyrir litlar 300 milljónir króna. Maður lifandi.

Að sögn framkvæmdastjóra Strætó munu vagnarnir geta ekið um 250 kílómetra fullhlaðnir. Það dugar raunar skammt nema á stuttum leiðum & því ljóst að setja þarf upp hleðslustöðvar við endastöðvar leiðanna.

Rafmagnsvagn er næstum því tvöfalt dýrari í innkaupum en venjulegur vagn - stykkið á litlar 75 milljónir - en vitaskuld & vonandi hagkvæmari þegar allt kemur til alls. 

Það er vel gert hjá byggðasamlaginu að festa fjár í vögnum þessum. Þeir eru væntanlegir í vor & verður fróðlegt að sjá hvernig þetta mun ganga.

Dr. Gylforce styður þetta heilshugar & getur nú vart beðið eptir vorinu. Nema hvað.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/07/11/rafmagnsstraeto_hagkvaemastur/

Á reinarnir rafmagnsvagn
í Reykjavíkinni.
Fjögur stykki, fyrirtaksmagn
ferðamengun minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband