Áberandi Ártún ...

166494769_1171993883251610_2700770209832666152_nÍ Ártúni er allt nú skýrt
& áberandi skilti.
Þetta er dásemd - ekki dýrt
djöfull hvað þetta mig tryllti!

Dr. Gylforce hefir lengi ætlað að skeiða fram á ritvöllinn & fagna nýjum skiltum í Ártúninu. En eins & á grönum Gylforce-ins má sjá er hann bæði orðinn gleyminn & gatslitinn. En hvað um það.

2015603Dr.-inn hapði hug á að heilsa upp á Mosfellinga hvíldardaginn góða & fór vitaskuld í gegnum Ártúnið til þess arna. 

Óhætt er að segja að lypt hafi verið grettistaki í merkingum við Ártúnsholtið enda ekki vanþörf á hvar þessi tengistöð er nú alls ekki sú besta í hinu lostfagra leiðakerfi byggðasamlagsins. Nema hvað.

1093913Dr. Gylforce getur vart beðið eptir nýrri & nútímalegri tengistöð þarna sem mun heita Krossmýrartorg. Hún verður tilbúinn að í tengslum við fyrsta legg Borgarlínunnar en þá munu vagnarnir vitaskuld stoppa þar & aðgengi okkar vagnverja verður allt til fyrirmyndar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband