Ávallt árvakur ...

omnicity 070Hinn eptirtektarsami & aðgætni dr. Gylforce arkaði í vagnana í gærkveldi hvar hann hitti fyrir fagra vagna; glænýja & glæsta & jú, vitaskuld einn sænskættaðan. Nema hvað.

Dr. Gylforce hjó eptir því í Mjódd þeirra Breiðhyltinga að Irisbus Crossway sem var á stæðinu hjá leið 11 var merktur "er ekki á leið". Það finnst doksa skrýtið því svá þegar nær dregur 22 eða 52 mínútum yfir heila tímann breytist hann í "11 - Seltjarnarnes". 

Hví er vagninn ekki alltaf merktur þannig??? Hann er það iðulega á daginn. Þetta er undarlegt & ekki vel til fallið fyrir nýja vagnverja að átta sig á þessu. Margur gæti haldið að leið 11 væri farinn.

Dr.-inn rykkti sér hinsvegar inn í einn glænýjan & glæstan Crossway vagn á leið 3. Sá var númer 176 & var þýður & mjúkur. Maður lifandi.

Eitt var þó til ama. Upplýsingataflan í vagninum virkaði ekki sem skyldi. Á henni var klukkan 06:58 alla leiðina & svo stóð www.straeto.is í stað þess að koma með nöfnin á biðstöðvunum. Þá vakti þetta óöryggi hjá nokkrum vagnverjum að ekki skyldi koma ljós eptir að ýtt hapði verið - þéttingsfast en þó fimlega - á stansrofann.

Að minnsta kosti tveir vagnverjar fóru fram í & spurðu vagnstjórann hverju þetta sætti. Honum virtist vera slétt sama & hélt bara áfram akstrinum.

Mörgum kann að finnast þetta smáatriði & skipta litlu máli. Doksi kallinn er þó á öndverðum meiði. Það eru einmitt smáu hlutirnar sem geta gert gæfumuninn & orðið til þess að unnt sé að fjölga vagnverjum ennfrekar.

Starfsmenn & stjórn Strætó bs. þarf að vera á tánum hvað öll smáatriði varðar. Vonandi verður bætt úr svona hnökrum svá vér vagnverjar getum setið áhyggjulausir & afslappaðir í vinum vorum - vögnunum.

Aldrei umlar bölv né ragn
aldrei blundar hugur.
Út um grundir eltir vagn
eins & köttur flugur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband