Stjórn Strætó bs. gaf á dögunum grænt ljós fyrir kaupum á tveimur strætisvögnum með hraði & án útboðs. Nema hvað.
Ekki er vanþörf - heldur vagnþörf - á að hressa upp á heldur aldurshniginn vagnaflota byggðasamlagsins. Það var ljóst frá upphafi að ekki yrði um rafvagna frá Kína að ræða enda 14 slíkir komnir til landsins nú þegar & um að gera að sjá hvernig þeir pluma sig á vígvöllum veganna. Aukinheldur eru þeir dýrir í innkaupum þótt það jafni sig fljótt út þegar bensín/dísilreikningurinn er borinn saman við rafhleðsluna. Hvað um það.
Strætó bs. festi fjár í tveimur notuðum - en þó nýlegum - metanvögnum frá Scania sem er fagnaðarefni. Fyrir á byggðasamlagið tvo gamla sænskættaða vagna sem ganga fyrir metan & því löngu tímabært að fá fleiri. Auk þess eru þrír metanvagnar í notkun hjá Strætisvögnum Akureyrar, SVA, nyrðra.Annar af tveimur vögnunum kom til landsins á dögunum. Hér er um lítið ekinn & vel með farinn sýningarvagn að ræða sem er enn skjannahvítur en mun væntanlega breytast í fagurgulan innan tíðar.
Vonandi bregður honum fyrir á vígvöllum veganna eins fljótt & auðið er. Dr. Gylforce getur vart beðið - maður lifandi!
Brátt við fáum bljúgan metan
sem bætir umhverfið.
Sannanlega góð er setan
& sæla fyrir vistkerfið.
Efsta mynd: Guðmundur Heiðar
Samgöngur | 23.9.2019 | 23:17 (breytt kl. 23:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dýrlegur dagur er bíllaus
drífum okkur af stað.
Allir í vagna - ekkert raus
unaður - nema hvað!
Allir í vagninn!
Kæru höfuðborgarbúar!
Nú er tækifæri fyrir þá sem ekki hafa uppgötvað unað vagnanna. Það er frítt í strætó allan liðlangan daginn í tilefni af bíllausa deginum :)
Njótið, njótið!
Samgöngur | 22.9.2019 | 10:46 (breytt kl. 11:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dr. Gylforce hefir tekið sér gott frí frá bloggi þessu en mætir nú tvíefldur til leiks. En ekki hvað??? Strætó og almenningssamgöngur virðast nú daglegt brauð í fréttamiðlum landsins sem er yfirleitt vel enda umferðarhnútar & óáran með mesta móti í höfuðborginni þetta haustið. Nema hvað.
Í slíku ástandi er líklegt að vagnverjum fjölgi & því mikilvægt að upplifun þeirra sé sem best frá byrjun. Tölur sýna að æ fleiri nýta sér vagnana & vonandi verður framhald á því.
Verjunum fjölgar
Þó hefir borið á vagnstjórum sem virðast á hálum ís & vegi við vinnu sína. Það skal hinsvegar skýrt tekið fram að reynsla dr. Gylforce er að flestir séu þeir til mikillar fyrirmyndar og sinni starfi sínu af alúð & yfirvegun. En ávallt eru einhverjir sem virðast ekki vera með sín dekk & drif í lagi. Illu heilli.
Vagnstjóri í ruglinu
Vagnstjórar: Þið vaknið nú
viðhorf ykkar bætið.
Eflið vagnsins von & trú
& verjana kætið.
Samgöngur | 21.9.2019 | 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verið lausna að leita
lykkjurnar tefja för.
Öllum brögðum beita
sem bæta okkar kjör.
Bandarískir námsmenn leita lausnaDr. Gylforce hefir tekið eptir ungmennum í gulum vestum við Mjódd okkar Breiðhyltinga, hvar þau vaða á oss vagnverja & spyrja okkur í hvaða leið við ætlum næst.
Hér er um hóp bandarískra nema að ræða sem koma hingað í verkefnavinnu & er m.a. ætlað að vinna að umbótum í almenningssamgöngum fyrir oss höfuðborgarbúa. Ekki er nú vanþörf á því - maður lifandi!
Þau fylgjast með okkur, kortleggja ferðir okkar & er svo vitaskuld ætlað að koma með úrlausnir á þessu stóra máli. En ekki hvað???
Nemarnir koma frá Worcester tækniháskólanum sem er skammt frá Boston. Það verður aukinheldur fróðlegt að fylgjast með hvað ungmenni þessi hafa fram að færa en líklega verður nú erfitt að hafa upp á niðurstöðum þeirra þegar þar að kemur - eða hvað??? Nema hvað???
Samgöngur | 6.9.2019 | 09:34 (breytt kl. 09:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í vagna varanlega leyfð
verjunum til góðs.
Þau sitja öll óhreyfð
öngvan bíta til blóðs.
Gæludýr til góðs
Á dögunum bárust þær gleðifregnir úr ranni Strætós þess efnis að byggðasamlagið hyggst sækja um varanlegt leyfi til þess að hafa gæludýr í vögnunum.Tilraunaverkefni hefir tekist vel til & segjast um helmingur vagnstjóra & vagnverja vera ánægt með þessa tilhögun að hafa gæludýr í vögnunum. En ekki hvað???
Aðeins um tíu athugasemdir hafa borist Strætó frá vagnverjum vegna dýranna sem er nú ekki mikið miðað við umfang leiðakerfisins, fjölda vagna & vagnverja.
Þetta gleður hinn kattþrifna dr. Gylforce & augljóst með öllu að öngvinn hundur er í okkur vagnverjum.
Amen!
Myndir: frettabladid.is & stundin.is
Samgöngur | 5.9.2019 | 21:42 (breytt kl. 21:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vandræði helvítis herjans
hægagangur & slen.
Vonbrigði eru vagnverjans
vonandi skánar - amen!
Hann var heldur rislítill & raunalegur doktor Gylforce eptir vagnaferðir morgunsins, hvar margt vakti furðu í ferðum hans. Nema hvað.Dr.-inn gekk galvaskur að skýli sínu við Stútulautarselið um kl. 7:25 & ætlaði að skella sér í leið 4. En ekki hvað???
Það gladdi hið gamla hró dr.´s hvar sænskættaður 114 Scania Omnilink kom askvaðandi en var merktur sem leið 3 - aukavagn!!!
Ef dr. Gylforce væri nýr vagnverji að taka vagn í fyrsta sinn myndi hann ugglaust reka upp stór augu ef leið 3 kæmi í biðskýli hvar eingöngu tímatafla er fyrir leið 4. Dr.-inn hefir minnst á þetta áður, þetta er ruglingslegt en vagninn ekur frá Mjódd niður í miðbæ sem leið 3 en um Breiðholtið sem leið 4.Dr. Gylforce skipti um vagn í Mjódd okkar Breiðhyltinga & fékk 186 Crossway vagn á fjarkarnum. Það virtist varla renna blóðið í vagnstjóranum á þeirra leið; vagninn ók hægt, hann var lengi að fara af stað á hverri stoppistöð enda skilaði hann vagninum tveimur mínútum of seint í Hamraborgina - illu heilli!
Dr.-inn missti því af leið 36 er hann hugðist taka. Vagnstjórinn á þeirri leið var hinsvegar í lófa lagið að hinkra í nokkrar sekúndur því vagninn var á brúnni á Digranesveg, beint á móti leið 4.
En nei, hvarflaði ekki að honum að horfa til hliðar & velta því fyrir sér að mögulega ætlaði einhver að hoppa úr leið 4 yfir í leið 36.
Dapurt & vart til þess fallið að auka ánægju vagnverja eða fjölga þeim.
Bloggar | 4.9.2019 | 12:40 (breytt kl. 12:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gylforce-inn í sýruferð sat
seinkun, hann beið & beið.
Enginn í vagni - ekkert plat
& ekki var hann á leið!!!
Dr. Gylforce rak heldur betur í rogastans hvar hann í sakleysi sínu hugðist taka leið 3 síðdegis í gær á fögrum haustdegi. Nema hvað.
Dr.-inn beið & beið við Hlemmtorgið & eptir um tíu mínútna seinkun kom loksins þristurinn á B-vachtinni. Doksi kallinn sá aukinheldur að ansi margar leiðir fóru úr skorðum þennan dag & nokkrir vagnar voru búnir að hringa hvern annan eins & sagt er. Hvað um það.
Dr. Gylforce hapði setið aðeins stutta stund í vagninum hvar hann tók eptir því að hann var eini vagnverjinn. Í skyndi ók vagnstjórinn skrýtna leið sem leið 3 fer alls ekki aukinheldur sem hann nam hvergi staðar.
Hva va a sge??? Var þetta ekki leið 3??? Eða Hraðferð-Kleppur??? Eða hraðvagninn sem hvergi nemur staðar eins & eftirminnilegt var í stiklu Radíusbræðra hér forðum daga. Hraðvagn Radíusbræðra
Nú voru góð ráð dýr, rándýr.
Eptir mikinn glannaakstur & nokkur hundruð Maríubænir doktorsins, grát & gnístran tanna stöðvaði vagnstjórinn loksins för við Mjódd okkar Breiðhyltinga & doksi hoppaði (bókstaflega) út.
Hjúkk!
Hvaða rugl var nú þetta? Gerðist þetta eða var þetta bara draumur???
Samgöngur | 3.9.2019 | 08:23 (breytt kl. 08:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í glæsivagninum geðþekka
sá görótti til taks.
Mögnuð var ferðin til Mekka
mig langar aptur strax.
Hún var heldur betur eftirminnileg nóttin sem dr. Gylforce átti í þessum unaðsvagni ásamt unnustunni um helgina. Maður lifandi!Á Kjalarnesi hafa einhverjir snillingar tekið sig til & breytt tveimur gömlum strætisvögnum í hótelgistingu. Óhætt er að segja að ákaflega vel hafi tekist til en þarna er að finna Volvo liðvagn & venjulegan sænskættaðan vagn.
Já, þetta var efalítið ein besta nótt doksa í háa herrans tíð & getur hann vart beðið eptir að komast í unað þennan aptur.
Yfir&út!
Lífstíll | 1.9.2019 | 18:44 (breytt 2.9.2019 kl. 20:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vagninn í aðra átt
á öfugum vegi?
Mun nást saman sátt?
Slíkt veit ég eigi.
Vill strætó á öfugar akreinar
Hún er allra athygliverð tillagan sem framkvæmdastjóri Strætós setti fram á Rás 2 í morgun. Reyndar hefir þetta heyrst áður en nú er ljóst að aðgerða er þörf & bið er eigi í boði lengur.Framkvæmdastjórinn vill að vagnarnir fái að aka á akrein í hina áttina á annatíma, hvar fáir eru á ferli í gagnstæða átt við umferðarþungann. Eðli málsins samkvæmt eru allir á sömu leið & því vel hægt að nota eina akrein í hina áttina fyrir vagnana. Þetta er í senn vel gerlegt og spennandi verkefni.
Hinsvegar þarf væntanlega töluverðar framkvæmdir til þess að unnt sé að koma þessu í kring & huga sérstaklega vel að öryggisþættinum.
Þar sem þetta hefir verið gert erlendis er opt notast við steypuklumpa sem eru ofan í jörðu & settir eru upp á ákveðnum tímum, t.d. á morgnana virka daga & síðdegis.
Vonandi verður þetta skoðað strax af alvöru því ljóst er að umferðarmálin eru í ólestri í borginni & ekki nóg að bíða bara eptir Borgarlínunni.
Strætó er alveg jafn fastur í umferðinni á flestum stöðum eins & aðrir. Alltof fáar sérakreinar eru fyrir hendi en um það hefir dr. Gylforce rætt & ritað hér á þessum vettvangi í urmul ára.
Koma svo!
Yfir&út!
Samgöngur | 30.8.2019 | 12:28 (breytt kl. 16:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lífið eru lyklar
er leita að skrá.
Leiðir eru miklar
sem langar mig að sjá.
Nú sem fyrr eru vagnarnir - vinir vorir - heldur betur í þjóðfélagsumræðunni. Nema hvað - maður lifandi!
Umferðarþunginn á höfuðborgarsvæðinu á morgnana virðist vera að ná nýjum hæðum eða lægðum öllu heldur, hvar halarófurnar lengjast bara og lengjast. Illu heilli.
Vefmiðillinn mbl.is fór á stúfana & hefir verið að velta umferðartöfunum fyrir sér. Eitt innslagið leit dagsins ljós í dag hvar skólameistari Borgarholtsskóla í Grafarvogi var tekinn tali vegna umferðarþungans. Af loptmynd af skólalóðinni hjá honum að dæma virðist hver einasti nemandi - 1350 stykki - vera á bíl með tilheyrandi plássi fyrir þann fararskjóta. Það eru MÖRG bílastæði!
Skólameistari vill frítt í strætóSkólameistarinn ræddi þar að margir nemendur hans séu um 1,5-2 klst. á leið til og frá skóla. Ef við gefum okkur það að nokkur hundruð nemendur séu einn & hálfan tíma til & frá vinnustað sínum virðast þeir vera um 45 mínútur hvora leið, ekki satt? Það finnst meistaranum alltof langur tími ef dr.-inn skilur viðtalið rétt.
Ósjálfrátt fór dr. Gylforce að líta í eigin barm. Kom þá upp úr dúrnum að dr.-inn er 32 mínútur frá Stútulautarseli sínu að mennta- & menningarsetrinu við Kársnes. Hafa ber í huga að Borgarholtsskóli er lengst upp í Grafarvogi & seint talinn í miðju höfuðborgarsvæðisins eða hvað??? M.o.ö. það er ekki skelfilegur ferðatími fyrir ungmenni að ferðast 45 mínútur í skólann sinn. Þá klykkti skólameistarinn út með því að langbest væri að gefa grunn- & framhaldsskólanemendum frítt í strætó. Það er fín hugmynd svo sem - tökum hana síðar.
Hvað um það. Á morgun hyggst dr. Gylforce taka sér far með einum blágulum vagni & halda í vesturátt. Hipp-hipp húrreyyy!
Í blágulan brátt held
Borgarnes mér kynni.
Í kósístund & kveld
með kærustunni minni.
Samgöngur | 29.8.2019 | 22:32 (breytt kl. 22:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar