Öngvin þarf að hok´& híma
er heimsækir Mosfellsbæ.
Frá Háholti á hálftíma
í Hamraborg ég næ.
Dr. Gylforce var á dögunum á vappi meðal mosfellskra vagnverja. Doksi kallinn fór á fjörurnar við leið 15 þeirra Kynnisferða sem var þéttsetinn enda á annatíma.
Þegar að dr.-inn hugði að heimferð, eða öllu heldur í Voginn fagra, kom það honum þægilega á óvart hve fljót & fín ferðin sú var.
Dr.-inn tók sér stöðu um kl. 03 yfir heila tímann í Háholti þeirra Mosfellinga. Það tók hann liðlega 32 mínútum hvar hann var kominn alsæll & unaðslegur í Hamraborg þeirra Kópvæginga!Dr. Gylforce tyllti sér í leið 15 frá holtinu háa. Leiðin sú brunaði á korteri í Ártúnið hvar doksi kallinn hoppaði yfir í sænskættaðan metanvagn á leið 18.
Sá sænski skilaði dr.-num á Grensásveginn hvar leið 2 kom í humátt á eptir leið 18.
Ferðalagið gekk allt hið besta & eins & áður segir er að mati doksa viðunandi að komast frá Háholti að Hamraborg á rúmum hálftíma.
Yfir&út!
Bloggar | 13.11.2018 | 08:17 (breytt 23.11.2018 kl. 10:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úr holtinu breiða yfir í bæ
byggðan hjá vogum tveimur.
Heldur doktorinn í húllumhæ
hollenskur er hans keimur.
Dr. Gylforce hefir fært sig enn frekar upp á skaftið hvar hann hefir nú tekið grimmt leið 28 við Hvammsveg í salahverfi þeirra Kópvæginga.
Það er einungis um 5 mínútna gangur úr selum yfir í sali. Er hér því um fínan rúnt að ræða & buðu Kynnisferðir, sem annast akstur í leið 28, upp á hina hollensku VDL-vagna í gær á hvíldardegi okkar kristinna manna. Nema hvað.Með leið 28 á dr. Gylforce ákaflega hægt um vik með að komast í húllumhæið við Smáralind & -torg.
Vitaskuld er hægt að fara með leið 4 niður í Mjódd okkar Breiðhyltinga & gera sér far með leið 21 að þessum vinsæla verslunarkjarna. Aukinheldur nemur leið 24 staðar líka í Voginum fagra en hún gengur nú ekki á sama tíma & leið 4 við Mjóddina. Hvað um það.
Bloggar | 12.11.2018 | 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimm vagna fönn
flottum hjá.
Rosalegt rönn
reinunum á.
Hinn vel nefndi & nefstutti dr. Gylforce náði aðeins að sjá einn rafvagn á vígvöllum veganna í gær. Á leið 4 bauð byggðasamlagið upp á 194 dásemdina en að öðru leyti varð doksi kallinn að drattast í dísilvagnana. Nema hvað.
Dr. Gylforce ákvað hinsvegar að taka hús á vagnverjum í hinum reykvíska vesturbæ. Doksi kallinn gerði sér því far með leiðum 11 & 15 & sá aukinheldur leið 13 á vappi.Verjar í vesturbænum
virðulegir nokk.
Blómlegir í blænum
blása eptir skokk.
Á horni Kaplaskjólsvegar & Ægisíðu koma nefninlega leiðirnar þrjá um svipað leyti. Dr.-inn hóaði í leið 15 frá Hlemmi & hélt með honum að Kaplaskjóli.
Þar þurfti dr.-inn að bíða aðeins stutta stund hvar leið 11 kom aðvífandi. Í millitíðinni sást aukinheldur til leiðar 13 á leið út á Eiðistorg.
Dr. Gylforce einhenti sér í ellefuna á þessu yndislega götuhorni þeirra vesturbæinga & fékk sér unaðslegan 30 mínútna rúnt upp í Mjódd okkar Breiðhyltinga.
Takk fyrir mig!
Bloggar | 11.11.2018 | 10:21 (breytt 22.11.2018 kl. 22:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Held nú senn á vagnavit
vafra um mín stræti.
Með verjunum sæll ég sit
& sýni af mér kæti.
Dr. Gylforce er farinn á vit vagna. Vonandi eru rafvagnar á vígvöllum veganna þennan ágæta laugardag.
Vagnverjar - sjáumst!
Bloggar | 10.11.2018 | 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tengingar nýjar & tillögur
tekst doksa vel að fanga.
Um Fossvog virkar hljómfögur
fram nær vart að ganga.
Verum á vagna vegum ...
Morgunblaðið hefir fjallað um hugmyndir um nýja strætóvegi sem viðraðar eru í nýrri & góðri skýrslu sem fjallað var um í borgarráði í vikunni.Ein framsæknasta tillagan er efalítið hugmyndin um að gera 270 metra strætóveg milli Fossvogshverfis & hverfi Snælendinga í Voginum fagra.
Fossvogurinn er ein helsta útivistarparadís höfuðborgarsvæðisins & ljóst að vanda yrði ákaflega vel til verka til þess að spilla ekki þeirri gersemi.
En spennandi er hugmyndin - haf skýrsluhöfundar þökk fyrir það. Maður lifandi!
Bloggar | 9.11.2018 | 21:46 (breytt kl. 22:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á rauðgulum er bölvað bras
bagl á degi hverjum.
Gjaldþrot gróft & argaþras
& gleyma sínum verjum.
Ruglsemi rauðgulra
Það virðist ekki vera hátt risið á rauðgulu vögnunum um þessar mundir en þeir sjá um að ferja fatlaða vagnverja. Óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu í starfsemi þessari frá því að hún færðist yfir til Strætó bs. & í nýjustu fréttum leggur kennitöluflakksfnyk um allan bæ.
Vonandi er þetta síðasta dapra fréttin af akstri þeirra rauðgulu & að starfsemin komist í gott horf því mikilvæg er hún.
Maður lifandi!
Bloggar | 8.11.2018 | 16:08 (breytt 9.11.2018 kl. 08:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þristur þéttsetinn
það segist hérmeð!
Vagninn velmetinn
það vingar mitt geð.
Hinn gjörhygli dr. Gylforce tók eptir því á dögunum hvar vel setið var í vagni hans rétt fyrir um hádegisbil. Doksi kallinn var í þristi sínum eigi svá alls fyrir löngu & var á vappi utan hins vel skilgreinda annatíma, kl. 7-9 & kl. 14-18 virka daga.Nær öll sæti í hinum þokkalega Irisbus Crossway vagni voru upptekin & virðist það vera hending ein ef dr. Gylforce situr í tómlegum þristi þessi misserin.
Aukinheldur getur doksi kallinn vart beðið & hamið sig hvar leiðin sú mun ná 7,5 mínútna tíðni eptir rúmt ár ef allt gengur að óskum. Maður lifandi!
Yfir&út!
Bloggar | 7.11.2018 | 17:12 (breytt kl. 17:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um Ártúnshöfða & holt
hugguleg línustöð.
Vagnar með raf & volt
úr vegi ryðja örtröð.
ÞungamiðjaÍ undirbúningi hjá arkitektarstofum, sem báru sigur úr býtum í samkeppni, er gert ráð fyrir nýju torgi upp í Ártúnsholti sem fengið hefir nafnið Krossmýrartorg. Lykilatriði í því verður fyrirhuguð Borgarlína sem koma mun þar i gegn.
Þungamiðja þjónustu
þetta verður stuð.
Líða um þeir liprustu
ef lofar minn góði Guð.
Borgarlínan verður hraðvagnakerfi með sérstaklega löngum & liprum rafvögnum & þéttri tíðni. Hún mun skiptast í 4 meginlínur; A, B, C & D. Gert er ráð fyrir að B-línan komi til með eiga tengistöð við fyrirhugað Krossmýrartorg & má eiga von á líflegu verslunar- & þjónustusvæði þarna í kring, líkt & víða er erlendis.Spennandi - maður lifandi!
Efsta mynd: Teikning/ARKÍS
Bloggar | 6.11.2018 | 21:28 (breytt kl. 21:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Netflix, sukk & syfja
sækir stjóra á.
Á leiðunum án lyfja
er líklega goðgá.
Starað við stýrið
Lúrt á ljósum
Gáleysi & glannaskapur
Ef litið er til ofangreinda frétta um vagnstjóra á villigötum, er morgunljóst að mikil vinna bíður þeirra er sjá um starfsmannamál hjá Strætó bs, hvort heldur um er að ræða verktaka á vegum þess eða akstursdeildina sjálfa.
Vissulega eru fjögur tilvik með fjórum einstaklingum ekki há prósenta af allri stéttinni en öngvu að síður er hér um alvarleg atvik að ræða.
Vagnstjórar; upp með fagmennskuna - niður með fokkið!
Bloggar | 5.11.2018 | 22:19 (breytt kl. 22:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fljótlega í notkun fulla
finnst kominn tími til.
Láta þá hætta að lulla
& líða um torg & gil.
Fullt páer
Hinn brjóstgóði & fráleitt brokkgengi dr. Gylforce brosti í kampinn, hvar hann las í miðlum dagsins að fljótlega fara rafvagnarnir á fulla ferð. Mikið var!Rafvagnarnir eru nú níu talsins en verða í ársbyrjun 2019 orðnir 14 á vígvöllum veganna. Á sama tíma er stefnt að þvi að hver rafvagn komi til með að keyra tæplega 100.000 km. árlega með tilheyrandi dísilsparnaði
fyrir Strætó bs.
Þetta eru gleðileg tíðindi & í vændum er að sjá rafvagna líða um frá morgni til miðnættis. Unaður.
Miðmynd: visir.is
Bloggar | 1.11.2018 | 17:12 (breytt kl. 17:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar