... Lundúnir :)
Eptir margra ára eyðimerkugöngu kemst dr. Gylforce loksins til Mekka.
Ætli doksi kallinn fari aptur á fjörurnar við hinn tinsvarta draugavagn???
Bloggar | 23.2.2016 | 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn vinnusami & velmegandi dr. Gylforce hefir verið eins & eilífur augnakarl í vögnunum - vinum vorum - þessa helgina. Nema hvað.
Dr.-inn sté inn í MAN 305 vagninn funheita á laugardagskvöldinu. Doksa kallinn var farið að lengja eptir því að vagninn færi af stað þegar hann sá að vagnstjórinn var tvístígandi í framhurðinni. Aukinheldur sá dr.-inn að leið 28 var ekki kominn.
Klukkan var orðinn 20:12 & ekkert bólaði á að leið 35 tæki hringinn sinn. Vagninn var orðinn fimm mínútum of seinn auk þess sem vagnstjórar á leiðum 28 & 35 víxla. Þegar annan vagninn vantar eins & gerðist þarna, þá tefst hinn, það gefur augleið. Svo fór að vagnstjórinn fékk nóg af biðinni & tók annan hring á leið 35. Þá var hringleiðin góða, Hamraborg-Hamraborg, orðin um 6 mínútum of sein.Næsta dag stóð dr.-inn kátur & keikur í Hamraborg okkar Kópvæginga & beið eptir leið 28. Kom þar hinn fallegi VDL-vagn frá Kynnisferðum. Hin viðskotailla vagnstýra var á vaktinni & gaf doksa kallinum illt auga. En ekki hvað???
Stýran sýndi tímaáætlun leiðarinnar litla virðingu hvar hún lagði af stað kl. 15:11 en ekki 15:06. Hún var á spjalli við annan vagnstjóra sem var á leið 35. Sá virti líka tímaáætlanirnar að vettugi & fóru bæði leiðir 28 & 35 af stað klukkan 15:11.
Skamm, skamm verktakar vestur á Kársnesi!
Vaktakerfisveikleikar
verktakanum hjá.
Floppar opt & allt feikar
fjandann er hann að spá???
Bloggar | 22.2.2016 | 12:23 (breytt kl. 12:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn vel fléttaði & fágaði dr. Gylforce hefir farið fjölmarga ferðir meðal vina vorra - vagnanna - undanfarin kvöld hvar hann hefir opt & einatt átt unaðslegar stundir. En ekki hvað???
Dr.-inn fór á fjörurnar við leið 11 í gærkvöldi. Fáir vagnverjar voru á ferli enda langt svifið inn í kvöldið. Doksi kallinn komst í kynni við 206 Irisbus & 219 Iveco vagnana frá verktakanum suður í Firði. Þetta voru góðar ferðir & vagnstjórarnir kurteisir með afbrigðum & héldu vel áætlun. Nema hvað.Það er hinsvegar orðið staðreynd að öngva sænskættaða gæðavagna er lengur að finna á vígvöllum veganna á kvöldin. Einu Svíarnir sem voru á vaktinni eru Volvo-arnir tveir hjá Kynnisferðum á leið 28. Þriðji vagninn á þeirri leið var svo hinn allra athygliverði VDL-vagn.
Því verður ekki neitað að doksi kallinn saknar þeirra. Meira Omnilink takk!
Öngva sænskættaða að sjá
sama hvað ég leita.
Þýðir eru & allir þrá
þessu verður að breyta!
Myndir: citybus.piwigo.com
Bloggar | 18.2.2016 | 13:59 (breytt kl. 14:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn dagfarsprúði & drengilegi dr. Gylforce segir farir sínar ekki sléttar af vagnaferðum sínum. Maður lifandi.
Dr. Gylforce kom með leið 4 frá Hlemmi um kl. 22:33 & ætlaði í leið 35. Þegar hann gekk að stæðinu þar sem sú leið stoppar blasti við það sem sést á myndinni. Hinn funheiti & engilsaxneski 305 MAN vagn var merktur leið 28. Þar með voru tveir vagnar í halarófu með slíkri merkingu. Hvað ætli vagnverji sem ekki opt tekur vagninn hugsi þegar hann sér svona??? Í hvorn vagninn fer hann ef hann ætlar í leið 28??? Það eru ekki allir sem spyrja vagnstjórana.
Dr.-inn stoppaði fyrir framan vagninn & tók mynd af þessu. Vagnstýran var inni í vagninum & hleypti þetta greinilega illu blóði í hana. Doksi steig inn, bauð gott kvöld & sýndi samgöngukortið sitt. Vagnstýran hrifsaði það úr höndum hans & skoðaði það gaumgæfilega. Hún gaf það óbeint í skyn að um falsað eða útrunnið kort væri að ræða. Fauk þá í dr.-inn sem ætlaði góðfúslega að benda henni á að vagninn væri rangt merktur að framan. Hann sleppti því & fékk sér sæti.Þá blasti við honum að vagninn var merktur að innan á leið 34 einhverra hluta vegna. Aptur tók dr. Gylforce upp símann & tók mynd. Þá kom vagnstýran aptur í vagninn & vændi dr.-inn um að hafa tekið mynd af sér í heimildaleysi. Hún heimtaði að fá að sjá símann sem var auðsótt mál. Doksi útskýrði svo fyrir stýrunni að hann væri bara að taka myndir af vagni sem væri kolvitlaust merktur & hann gæti ekki betur séð en að henni væri slétt sama um það.
Dr.-inn leyfir sér að fullyrða að svona nokkuð hendir ekki þær leiðir sem Strætó bs. keyrir sjálft. Viðvaningsháttur verktaka er alltof mikill að mati dr.´s & eptirlit með þeim virðist vera í molum hjá byggðasamlaginu. Því miður.
Vagnstýran foxill var
vildi hjóla í mig.
Í bræði með buxurnar
lóðbeint niðrum sig.
Bloggar | 17.2.2016 | 23:18 (breytt kl. 23:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn vel kvittaði & kviki dr. Gylforce kom sér á leið eitt kvöldið hvar það hvessti hressilega & veður voru válynd. Nema hvað.
Það aptraði þó ekki doksa kallinum enda hugði hann á lendur hvar hann hapði ekki heimsótt um langa hríð.
Dr.-inn nam staðar með Crossway vagninum númer 147 á leið 2 við Verzló. Doksi kallinn er óðum að uppgötva þokkalega tengimöguleika við Listabrautina, bæði við Verslunarskólann & Borgarleikhúsið. Þar hefir hann tekið leið 13 vestur í bæ en hugðist nú bæta einum við þrettán.
Dr. Gylforce fýsti í ferðir með leið 14 enda langt um liðið síðan hann komst í kynni við hana. Irisbus Crossway númer 208 leysti 203 af hólmi en allir vagnar á leið þessari koma frá verktanum suður í Firði.
Dr. Gylforce rann greiðlega með vagninum um Grensás, Langholtsveg, Austurbrún, Laugardal & að lúkningu Hlemmtorg. Það vakti gjörhygli Gylforce-ins hve langt er á milli stoppistöðva, t.d. stoppar leið 14 við Laugardalslaug & svo ekki fyrr en við Tún. Þarna væri gott að fá eitt stopp við Hrísateig eða þar um slóðir. Hvað um það.
Dr.-inn lék kunnugleg stef á heimleiðinni hvar hann endaði í hinum sænskættaða 311 Volvovagni á leið 35 sem færði hann rakleitt í fegurstu laut jarðarinnar, Stútulautina.
Í stormi leiðin lá
um Listabraut.
Ný svæði vildi sjá
slúttast ferð við laut.
Mynd: citybus.piwigo.com
Bloggar | 17.2.2016 | 12:39 (breytt kl. 13:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn heilaglegi & hugljúfi dr. Gylforce hefir átt í indælu samtali við vagnana - vini vora - undanfarið. Ekki síður hefir doksi kallinn verið í samtali í huganum við fyrrum páfa & hið nána samneyti hans við gifta konu. Ætli hún hafi eitthvað teflt við páfann í heimsóknum sínum til hans??? Hvað um það.
Dr.-inn á alveg eptir að kynna sér vagnana í Vatikaninu & hvur veit að það verði þar næsta ferð út fyrir landsteinana??? Næsta ferðalag dr.´s verður í Mekka Tjallans en langt er um liðið síðan doksi kallinn tók hús á doubledekkerunum í Lundúnum. En ekki hvað???
Páfinn & prjónninn
Jóhannes postuli páfi
prjónninn var hans vandi.
Kaþólskur & "lenti" í káfi
við konu í hjónabandi.
Dr. Gylforce hefir skotið sér í góðar ferðir í kvöldin í hinu lostfagra leiðakerfi byggðasamlagsins. Doksi kallinn hefir tekið eptir því að nánast vonlaust er að fá sænskættaða vagna að kvöldlagi fyrir utan verktakann vestur á Kársnesi sem ekur Volvovögnum sínum grimmt. Nema hvað.
Það gladdi því hið gamla hró dr.´s þegar hann sá hinn sænskættaða 101 Scania Omnilink á leið 15 eitt kvöldið. Doksi kallinn rétt náði vagni þessum við Hlemmtorg með því að öskra hástöfum & baða út öllum hugsanlegum limum sínum. Það virkaði & dr. fékk úrvalsferð um Meistaravellina með Svíanum.
En doksi í rambi & ráfi
& röddina sína þandi.
Þótt í Scaniunni skrjáfi
er skrjóður sá freistandi!
Bloggar | 15.2.2016 | 21:53 (breytt 17.2.2016 kl. 13:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn réttsýni & raupsami dr. Gylforce randaði á vagnavit í kvöld hvar hann rauk inn í fimm vagna flotta. Nema hvað. Hvað um það. En ekki hvað???
Dr.-inn var meðal vagnverja á leiðum 1, 11 & 35 & kynntist því tveimur vögnum á leið 1 sem eru í umsjá Strætó bs., einum vagni á hinni elleftu leið sem runninn er undan rifjum verktakns suður í Firði. Að lúkningu settist doksi kallinn í tvígang í leið 35 - í sænskættaðan - en ábyrgð á henni ber verktakinn Kynnisferðir vestur á Kársnesi. Það var &.
Undanfarið hefir ratað í fjölmiðla að vagnstjórar séu ótt & títt á símanum undir stýri. Tvö tilvik hafa verið hvað háværust síðustu daga en þar hafa vagnverjar gripið vagnstjóra glóðvolga í bælinu vera að fitla við símaskjáinn á ferð. Í báðum tilvikum er um að ræða leiðir sem verktakar annast; leiðir 14 & 28. Tilviljun???
Dr. Gylforce hefir margopt sagt frá því á þessum vettvangi að verktakar í akstri fyrir Strætó bs. mættu vanda sig miklu mun betur við allt er lýtur að akstrinum, þjónustunni, vagnakostinum, tímaáætlunum o.fl.
Það er upplifun doksa að vagnar sem koma frá verktökum eru mun optar skítugri að innan en frá sjálfu byggðasamlaginu, með löngu úreltum upplýsingum, að ekki sé minnst á virðingarleysi vagnstjóra á vegum verktaka fyrir tímaáætlum vagnanna.
Í næsta útboði Strætó bs. á leiðum sínum ætti að árangurstengja greiðslur til verktaka. Ef þeim t.d. tekst að fjölga vagnverjum á leiðum sínum ættu þeir að fá aukagreiðslu aukinheldur sem úttekt þyrfti að gera á þjónustu þeirra.
Þá koma eptirlitsmennirnir enn & aptur til sögunnar. Jóhannes framkvæmdastjóri, hvað er að frétta??? Hvunær sjáum við þá næst að störfum???
Verktakarnir sýna vangá
verjarnir í hættu.
Undir stýri þeir skoða skjá
skammir að fá þeir ættu.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/02/14/lagdi_simann_fra_ser_einu_sinni/
Mynd: mbl.is
Bloggar | 14.2.2016 | 23:01 (breytt 15.2.2016 kl. 10:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn dimmi & fráleitt dreissugi doktor hélt á vit vagna í kvöld hvar hann tók aðallega leið 12 til kostanna. En ekki hvað???
Leið 12 er um margt athygliverð í hinu lostfagra leiðakerfi. Vagnarnir hefja leik við Skeljanes út við flugvöll & aka um Lækjar- & Hlemmtorg, Borgartún, Kirkjusand, Kleppsveg & upp í Mjódd; þaðan tekur leiðin lostafulla rúnt um Breiðholtið, Austurbergið á daginn en hið vestra á kvöldin & svo Árbæjarsafn & að lúkningu endar hún við Breiðhöpða í Ártúninu. Það var &.
Fjórir vagnar ganga þessa leið utan annatíma en klukkan 7-9 & 14-18 tvöfaldast vagnafjöldinn. Í kvöld tóku slaginn 202, 207, 213 & 239 Crossway vagnarnir frá verktakanum suður í Firði. Nema hvað.Dr-inn sté inn í leið 12 við Hlemmtorg & sat í rúman hálftíma með þessari eðalleið. Doksi kallinn fékk 207 Crossway vagninn sér til fulltingis. Hann hepði getað tekið leið 15 eða 18 & verið mun fljótari, jafnvel með leiðum 5 & 6. Hvað um það.
Rúnturinn róaði hið gamla hró doksa enda eigi vanþörf á því þessa dagana. Maður lifandi.
Upp á Höpða Hlemmi frá
rúm hálftíma ferð
sem að ég mun ávallt þrá
end´af bestu gerð.
Neðri mynd: citybus.piwigo.com
Bloggar | 10.2.2016 | 23:48 (breytt 11.2.2016 kl. 14:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í fréttamiðlum undanfarið hefir komið fram að töluvert sé um fölsuð strætókort í umferð. Framkvæmdastjóri byggðasamlagsins gengur svo langt & telur að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Nema hvað.
Að mati dr.´s hefir Strætó bs. skriplað á skötu hvað varðar eptirlit í vögnunum. Það er ófært að láta vagnstjórana um að fylgjast með kortum vagnverjanna; krefjandi starf er að keyra vagnana & keppast við að halda áætlun.
Dr. Gylforce hefir ekki séð eptirlitsmenn frá Strætó um alllanga hríð. Vissulega hefir það kostnað í för með sér & líklega fleiri starfsmenn en það hlýtur að skila sér þegar upp er staðið.
Víða erlendis eru háar sektir við því að vera með fölsuð kort í almenningssamgöngukerfunum. Slíkt þarf að taka upp hér, það er morgunljóst.Aukinheldur þarf byggðasamlagið að endurvekja & efla eptirlitið til muna í vögnunum.
Táldregnir í tonnavís
af töturum & bófum.
Eptirlitið sett á ís
endurvekjum - prófum!
http://stundin.is/frett/svipt-straetokortinu-og-sokud/
Bloggar | 9.2.2016 | 15:22 (breytt kl. 15:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn trassafengni & trauðla tæpi dr. Gylforce tölti af stað á sunnudagskveldinu hvar hann hugði sækja vagnverja heim. Nema hvað.
Ferðaáætlanir hins viðmótsþýða vagnverja voru að enda hjá Sólfarinu snotra við Sæbrautina. Leiðir 35 & 1 hepðu þá átt að vera texti dagsins hjá hinum hávelborna doktor en hann hugði á tvist, þó fráleitt tvist & bast. Hvað um það.
Dr.Gylforce renndi sér inn í leið 35 við Stútulautina fögru. Að þessu sinni bauð verktakinn vestan af Kársnesinu upp á hinn sænskættaða 311 Volvovagn. Hann sést nú ekki opt á leið 35 en þeim mun optar á leið 28.Það er heldur einkennileg sætaskipanin í 311 vagninum aukinheldur sem liturinn á áklæðinu er frábrugðin hinum Volvovögnunum.
Eptir góðan hring með 311 vagninum hepði verið eðlilegt fyrir doksa kallinn að einhenda sér í leið leiðanna, leið 1, til þess að komast að Sólfarinu við Sæbrautina. En doksi tvistaði grimmt hvíldarkvöldið góða.
Dr.-inn tyllti sér tignarlega inn í 147 Crossway vagninn á leið 2 & hélt með honum að Borgarleikhúsinu. Þar valhoppaði hann yfir götuna & eptir drykklanga stund kom leið 13 aðvífandi. Að þessu sinni kom 141 Irisbus-inn & létu vagnverjar sig vanta í ferð þessa; einungis þrír verjar voru með í för.
Dr. Gylforce leið með leið 13 - & leið vel - um Hamra- & Lönguhlíð, Flókagötu, að Hlemmtorgi & svo að lúkningu að sólfarinu við Sæbrautina.
Doktor tvist í vögnum tók
í trans féll í bænum.
Í Irisbusnum doksi ók
alla leið að sænum.
Efri mynd: pinterst.com
Bloggar | 8.2.2016 | 16:50 (breytt kl. 17:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 124122
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar