Færsluflokkur: Bloggar
Ef þú fyllist ferðaþrá
ferðastu með lagni.
Ferð þín byrjar ætíð á
eðal strætisvagni.
Spígsporaði við Spöngina
spenntur þar lengi beið.
Gylforce-inn varð glaðsinna
sá gyllti var á leið!
Hinn gróni & fráleitt gisni dr. Gylforce var gæfusamur & glaðsinna í kvöld, hvar hann komst í hinn geysi fallega gullvagn byggðasamlagsins, Strætó bs. Maður lifandi!Það er greinilegt á öllu að með tilkomu nýrra markaðsmanna á skrifstofu Strætó bs. hefir starfsemi og ímynd vagna & vagnverja tekið stakkaskiptum. Samskiptamiðlar hafa verið virkjaðir - vagnverjum til handa - & nú bætir um betur með skemmtilegri skreytingu á einum af Iveco Crossway vögnunum - en ekki hvað???
Vagn númer 148, sem hefir einatt tekið slaginn á leið 2, var á leið 6 í kvöld þegar dr. Gylforce beið öngvra boða. Aldeilis ekki.
Dr.-inn einhenti sér í sexuna við Spöng & sat sem fastast í þeim gyllta alla leið að sjálfri endastöðinni, Hlemmi.Á dögunum var 174 Crossway vagninn skrýddur í tengslum við Hönnunarmars & ekur nú fagurlega fjólublár um vígvelli veganna.
Þetta er skemmtilegt, mitt hávelborna byggðasamlag.
Meira svona!
Mynd 2: FB síða Strætó
Mynd 4: straeto.is
Bloggar | 1.4.2017 | 23:29 (breytt kl. 23:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vagnverjinn í skýli sat
vafrar senn um stræti.
Verður í vagni máske at
verð ég kyrr í sæti???
Hinn hægláti & huggulegi dr. Gylforce hugði á vagnaferð í blíðu gærdagsins, hvar hann gat vart annað en að heimsækja dekk & drif á leið leiðanna, leið 1.Dr. Gylforce sté stoltur & státinn í leið leiðanna, leið 1, við Hamraborg þeirra Kópvæginga. Vitaskuld var 138 Irisbus vagninn sneisafullur & náði doksi kallinn í síðasta lausa sætið. Það var &. Nema hvað.
Dr. Gylforce hapði & hug á því að taka leið leiðanna á háannatíma frá Hlemmi & halda með honum að Firði. Það er um 35-40 mínútna eðalrúntur með urmul vagnverja & mikið havarí & gaman. Sem & raunin varð - en ekki hvað???
Dr.-inn fékk aptur 138 Irisbus vagninn sem varð stútfullur eptir stopp við Lækjartorg. Þannig hélt þessi mikilvæga leið upp í Hamraborg, að Ásgarði & áði svo farsællega í Firðinum.
Amen.
Bloggar | 30.3.2017 | 13:10 (breytt 5.4.2017 kl. 10:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vappa mér í vagninn minn
vonandi finn gleði.
Virðulegur, vagnbúinn
& vagnheill á geði.
Hinn vagnmáttugi & vel metni dr. Gylforce hefir farið á fjörurnar sem & sopið hana meðal vina sinna - vagnanna - undanfarna daga. Dr.-inn tók sér far með leiðum 1 & 13 niður Hverfisgötuna, hvar vinir vorir aka nú aptur þá unaðsleið.
Það spillti ekki fyrir að Irisbus númer 134 var á leið leiðanna, leið 1, sem er afar sjaldgæft & gat doksi kallinn ekki annað en tekið með honum einn góðan rúnt í Fjörðinn. Nema hvað.
Leið leiðanna var vitaskuld sneisafull - enda doksi á vappi á háannatíma. Þótt leið 1 aki nú með tíu mínútna tíðni á annatíma er leiðin nánast sprungin; kalla þarf inn 2 aukavagna á morgnana & aka þá 14 vagnar þessari kynngimögnuðu leið. Hvað um það.Dr. Gylforce hóaði að lúkningu í leið 3 hvar hann hélt afar kátur & keikur upp í Stútulautarselið sitt.
En ekki hvað???
Bloggar | 24.3.2017 | 11:12 (breytt kl. 18:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vellur unaður æ & sí
ég leik senn sónötu
því eðalleiðir aka á ný
um Hverfisgötu.
Hinn rauðbirkni & raufalegi dr. Gylforce réð sér vart kæti, hvar hann sá að vagnarnir - vinir vorir - ætla aptur að skella sér upp & niður Hverfisgötuna. Jí-ha!
Niður Hverfisgötu á nýDr.-inn getur vart beðið eptir að ná í langdvöl & þrásetu í vögnunum upp ellegar niður Hverfisgötuna & komast enn betur í snertingu við miðborgina.
Nema hvað - en ekki hvað???
Bloggar | 14.3.2017 | 15:18 (breytt kl. 15:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Doksi hefir komið í kring
kynja ýmsum sögnum.
Hefir uppgötvað nýjan hring
með huggulegum vögnum.
Brunnar, Holt & Biskupsgata
Borgar líka spítalinn.
Hjá Reynisvatni mun hann rata
rennilegur vagninn minn.
Hinn reffilegi & raunagóði dr. Gylforce var fráleitt á refilstigu á dögunum, hvar hann tók hús & dekk & drif á leið 18. Maður lifandi.
Á annatíma eru átta vagnar til taks á þessari löngu leið sem leggur úr vör frá Hlemmi, heldur um Bústaðaveg & Grensásveg að Ártúni, ekur austur að Húsasmiðju við Þúsöld, tekur þar hverfin hjá Ingunnar- & Sæmundarskóla, ekur fram hjá Reynisvatni áleiðis í Úlfarársdal, þaðan er svo stefnan tekin á Grafarvog, alla leið að Spönginni. Takk fyrir túkall!Dr. Gylforce kom sér vel fyrir í hinum frakkneska 134 Citelisvagni & sá á leiðinni Crossway vagnana, 156, 172, 189; Karosavagninn 161 & Citelis númer 120 & 131.
Byggðasamlagið hefir róterað vögnum mikið á leiðum undanfarnar vikur sem eru vonbrigði því doksi kallinn var að vonast eptir því að leiðamerking yrði sett í vagnana. Þá þarf hver vagn að vera nokkur fastur á leið. Nema hvað.
Vonandi tekur Strætó bs. þetta föstum tökum og merkir vagnana að innan svo vér vagnverjar séum alveg klárir á því á hvaða leið vagninn er - en ekki hvað???
Bloggar | 7.3.2017 | 15:43 (breytt kl. 21:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að tólfunni ég tölti nú
tek mér væna ferð.
Hef á Hollendingnum trú
- hönnunin lofsverð.
Hinn blíðki & blíðláti dr. Gylforce brunaði beint í bössana í bliðunni í gær, hvar hann hapði lokið dagsverki sínu við mennta- & menningarsetrið hér við Kársnes & Kastala. Nema hvað.Dr. Gylforce sté inn í tólfuna bæði við Mjódd okkar Breiðhyltinga & Hlemmtorg þeirra Reykvíkinga.
Verktakinn Kynnisferðir sér um akstur leiðar 12 & hefur sér til fulltingis 8 hollenska VDL-vagna til þess arna á annatíma. Að mati dr.´s líta hinir niðurlensku vagnar vel út að utan en eru aðeins síðri að innanverðu. Áður en verktakinn fékk til sín þessa vagna áttu þeir einn VDL-vagn sem nú ekur ei meir. Hann hlýtur að hafa verið annarrar gerðar hvar hann var vandaðri að innan & betra að sitja í honum.
Dr.-inn skipti nokkuð ört á milli 319, 320 & 321 vagna Kynnisferða á leið 12 í gær. Samkvæmt talningu í vagnana er þessi leið einna helst í sókn & voru t.a.m. öll sæti skipuð í leið 12 kl. 18:21 frá Mjódd í gær áleiðis í miðbæinn. Það er dágott.
Aukinheldur tók dr. Gylforce sér far með leið leiðanna, leið 1. Doksi kallinn sat í sneisafullum vagni frá Hlemmtorgi að Firði. Ferðin tók að þessu sinni rúmlega 40 mínútur enda á háannatíma & færðin ekki upp á marga fiska. Hvað um það.
Bloggar | 2.3.2017 | 09:35 (breytt kl. 12:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alls ekki farinn að fúna
laukferskur hugurinn.
Á leið senn til Lundúna
með litla verjann minn.
Kórrétt, hárrétt, laukrétt. Dr. Gylforce er á leið á leið með litla vagnverjann til Mekka.
Nú skal sá stutti kynnast dýrðinni - maður lifandi.
Bloggar | 16.2.2017 | 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn órafjarlægi ólátabelgur dr. Gylforce óar óhugsandi við því hve stutt er yfir í Voginn fagra frá seli hans & laut; Stútulaut. Maður lifandi!
Dr.-inn valhoppaði um vinalega göngustíga við Selhrygginn & eptir aðeins fimm mínútur var doksi kallinn kominn að stoppistöð leiðar 28 við hinn kópvægska Hvammsveg. Þvílík nautn að vita af henni svo nærri. Þvílík gleði!Á annatíma iða um Lindir, Kóra & Smára sex Hollendingar af splunkunýrri VDL-gerð á leið 28 sem bætast nú við leiðir 3 & 4 hér við Stútulautarselið.
Magnað - nema hvað!
Yfir í Voginn fagra fór
fimm mínútna spölur.
Vagninn kom úr Mjódd & kór
keyrði mig á útsölur.
Bloggar | 7.2.2017 | 15:07 (breytt kl. 16:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn fíkni & fýsilegi dr. Gylforce fór heldur betur á fjörurnar við fortíðina á fimmtudaginn (í gær), hvar hann hitti fyrir hina sterku & sænskættuðu Scania Omnilink vagna. Maður lifandi.
Hinn ruglkenndi doksi reikaði & rölti um Mjódd sína síðdegis í gær, hvar hann sá hinn sænskættaða 102 Omnilink á leið 4 - & var sá á leið með dekk sín & drif niður í bæ. Málið dautt; inn vildi dr.-inn!
Omninlink II (102 vagninn) leið þýðlega um vígvelli veganna með urmul vagnverja um borð uns hann kom að Háaleitisbraut. Brautin sú er ansi hlykkjótt & átti Svíinn í mesta basli við að halda dekkjum sínum á réttum stað. Hvað um það.Við Hlemmtorgið var 101 Omnilinkinn að búa sig til ferðar á leið leiðanna, leið 1. Þessi eðal dreki var keyptur árið 2001 & vappaði inn á vígvellina í janúarmánuði 2002, sumsé 15 ára þjarkur - & á nóg eptir!
Vagnstýran gómaði vagnverja tvo af erlendi berginu, hvar kort þeirra eiga að renna út 29. febrúar en sá dagur er víst ekki á dagatalinu á þessu ári! Spurning hvar þessir öndvegis piltar hafa fengið kort þessi?!?! Hvað um það.
Dr.-inn fékk tæplega 40 mínútna unaðsrúnt frá Hlemmi að Firði & hóaði þar í spánnýjan Iveco Crossway á leið 21 til þess að komast aptur áleiðis að laut sinni.
Yfir&út!
Í vagna spái spánnýja
spennandi & hlýja.
Í nepjunni nostalgía
í notalegum Svía.
Myndir: citybus.piwigo.com
Bloggar | 3.2.2017 | 10:49 (breytt kl. 12:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kúldrast eins & karlepli
kúri í fjarka & þrist.
Bus-arnir í brennidepli
að bruna með þeim er list.
Hinn snarpi & snöggi dr. Gylforce hefir snarlega tekið eptir því að málefni strætó eru svo sannarlega komin á dagskrá. Það er fagnaðarefni & gleður hið gamla hró dr.´s. Í því sambandi nægir að nefna næturvagna, gæludýr í vagnana að ógleymdu hinu gleymda leyndarmáli í samgöngumálum okkar vagnverjanna; samgöngukortið.
Samgöngukort of dýrt
Gæludýr í vagnana
Það er einlæg ósk dr.´s að vinnu við að koma upp næturvagna verði hraðað eins & kostur er & þeir settir inn í leiðakerfið í ágúst. Strætó bs. breytir kerfinu bara tvisvar á ári; janúar & ágúst. Hvað um það. Meir um það síðar - þó ekki nærbuxur.Dr.-inn skáskaut sér í leið 4 seint í gærkvöldi hvar hann fýsti í fjögurra vagna ferð. Maður lifandi.
Dr.-inn var með í unaðsferðum frá Stútulautarselinu sæla með leið 4 að Mjóddinni & síðan leið 12 að Hlemmtorgi okkar Reykvíkinga. Nema hvað.
Við Hlemmtorgið rak dr. Gylforce glyrnur sínar í hinn kynngimagnaða 3ja hásinga 199 Volvo-vagninn á leið leiðanna, leið 1, & þurft þá ekki að spyrja að leikslokum; dr.-inn skellti sér suðureptir!Dr. Gylforce lék að lúkningu svá kunnugleg stef til þess að komast í Stútulautina fögru við Selin; fór í fjarkann & þaut í þristinn.
Amen.
Bloggar | 2.2.2017 | 13:05 (breytt kl. 13:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar