Færsluflokkur: Bílar og akstur

Spennandi á sunnudag ...

95846323_1393140330875286_2138238258448957440_oNú hefjumst við handa
um helgina ég hvet
vagnverja sig að vanda
& vafra í leiðanet.

44-aVagnar eru mikils virði
varla sef ég dúr.
Glaður ég mikið yrði
ef ég kæmist í túr.

Á morgun, hvíldardaginn heilaga, verður leiðakerfinu breytt suður í Firði aukinheldur sem nafngift kerfisins er nú leiðanet. Hvað um það.

44-bHér er um ákveðin sögulegan viðburð að ræða hvar þetta er fyrsta breytingin hjá strætó sem tekur mið af fyrirhugaðri Borgarlínu og nýju leiðaneti strætós. Nema hvað.

Það verður afar spennandi að sjá hvernig viðtökur þetta fær suður í Firði & hvernig Gaflarar bregðast við. Margar strætisvagnaleiðir verða lagðar niður og ein ný lítur dagsins ljós, leið 19, aukinheldur sem leið 21 verður lengd til muna.

Yfir&út!


Stafræn strætóskýli ...

Bljúgur lagðist á bæn
bað & vildi fá
strætóskýli stafræn
með stórum skjá.

Fyrir tæpum tveimur vikum var rauntímaupplýsingum hleypt af stokkunum í nýjum stafrænum strætóskýlum.

Um 56 slík skýli hafa verið sett upp & er áætlað að þau verði um 100 talsins í árslok.

Loksins höfum vér vagnverjar fengið þessar upplýsingar í skýlin eins & hefir verið í mörg ár í nágrannalöndum okkar. 
Vitaskuld verða þessar upplýsingar tiltækar í stoppistöðvum hjá væntanlegri Borgarlínu. 

En ekki hvað???

Upplýsingar þessar eru fagnaðarefni & aukinheldur er stefnt að því að vér vagnverjar getum séð þær líka í strætóappinu. Góðu heilli.

Þetta er allt að koma!

Yfir&út! 


Fækkun leiða í Firði ...

Fækkun leiða í Firði
fjandi opt hér rætt.
Víst er mikils virði
vagnakerfi bætt.

Nýtt leiðanet í Firði

dr costco2Næstkomandi sunnudag verður leiðakerfinu breytt suður í Firði en það ku vera löngu tímabært. En ekki hvað???

44Of margar leiðir eru þar í gangi nú um stundir & verður kærkomið að leggja niður urmul þeirra & búa til eina nýja (leið 19) aukinheldur að skeyta öðrum við leið sem fyrir er (leið 21).

Hvað um það. Dr. Gylforce hlakkar mikið til að einhenta sér í Fjörðinn næsta hvíldardag & mun ekki una sér hvíldar fyrr en hann hefir farið ferð með endurvakinni leið 19.

Maður lifandi!!!


Átta vilja áfanga ...

fr 20170516 062007 1b o r g a r lÁtta nú vilja áfanga
erlend firma flest.
Borgarlínan alllanga
látlaust verður best.

Átta erlend firma

b o r g a r l11Það virðist vera töluverður áhugi hjá hinum ýmsu fyrirtækjum í Evrópu á því að reisa fyrsta áfangann af Borgarlínunni. Góðu heilli.

Öll hafa þau íslensk fyrirtæki sér til fulltingis sem er vel en endanlegt val á því rétta á að liggja fyrir í nóvember. Spennandi!

1132412Borgarlínan er samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu & ríkisins. Hún á að verða hryggjarstykkið í almenningssamgöngum hér á svæðinu & uppbyggð með umhverfisvænum hraðvögnum (Bus Rapid Transit - BRT).

Í fyrsta áfanga er stefnt að 25 stoppistöðvum samkvæmt fyrstu tillögum. Áfanginn verður þrettán kílómetra langur - Hamraborg/Ártúnshöfði - & er áætlað að taka hann í notkun árið 2023.

Yfir&út!




Framdyr opnast ...

20160313_204106Ég bugta mig & beygi
bráðum kemst í feitt.
Sóttvarnarlæknir segir 
svæðið má vera eitt.

Framdyr opnast

hvíturFrá & með morgundeginum verður svæðið innandyra í vinum vorum - vögnunum - eitt eins & áður. Vagnverjar mega nú gjörast léttstígir & fara inn að framan eins & vera ber.

Þá er ekki úr vegi að rifja upp regluna; inn að framan - út að aptan. Maður lifandi!

1092471Dr. Gylforce einhenti sér vitaskuld í vagnana í gær & var ekki annað að sjá en að byggðasamlagið hafi tekið örlítið forskot á sæluna. Doksi kallinn gekk iðulega inn að framan er hann fékk sér far með leiðum 1, 3, & 4.

Yndislegt!


Bátastrætó í bígerð ...???

Bátastrætó styð ég heitt
strætó líka - bæði.
Getur ferðum gjörla breytt 
um Gufunessvæði.

Borgarstjóri kynnir bátastrætó

Doktor Gylforce tekur heilshugar undir með borgarstjóra vorum, hvar hann kynnti ásamt meirihlutanum í borginni hugmyndir um bátastrætó.

Ætlunin er að fá bátavagninn til þess að fara á milli Gufuness, bryggjuhverfisins & miðbæjarins - & jafnvel er Viðey líka inn í myndinni.

Þetta er góð hugmynd & afar spennandi - maður lifandi!

Bátastrætó var reyndur sumar eitt milli Akraness & Reykjavíkur en hlaut nú ekki sérstaklega góðar viðtökur hjá oss vagnverjum.

Vonandi kemst þessi hugmynd á koppinn & lofar doksi kallinn að vera duglegur að sækja bátavagninn heim ef af verður. Lofar!

Yfir&út!


Rauntímatöflur orðnar raunveruleiki ...

imagesHundrað skýli hafa nú
hárnákvæmt kerfi.
Ætli hugmyndin sé sú
að setja í öll hverfi?

Rauntímatöflur orðnar raunveruleiki

CaptureÍ síðustu viku var mikið fagnaðarefni, hvar borgarstjórinn hleypti á stokkunum rauntímatöflu. Í framhaldinu verða sett svokölluð LED-biðskýli út um hvippinn & hvappinn & munu þau verða eitt hundrað talsins í árslok.

Hægt og bítandi eru því almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu að þokast í rétta átt.

Dr. Gylforce hefir lengi beðið eptir þessu enda afar þægilegt að vita hve langt er í næsta vagn.

Vel gert - & svo mun nýja greiðslukerfið - Klappið - líta dagsins ljós á næsta ári :)


Kynnisferðir í kröppum dansi ...

1209814Gylforce-inn með höppum & glöppum
í Grafarvogi beið.
Kynnisferðir í dansi kröppum
keyrt á sjöundu leið.

Keyrt á leið 7

Í marsmánuði tóku Kynnisferðir við leið 7 af Strætó bs., hvar leið sú ekur frá Grafarvogi yfir í ný hverfi þeirra Mosfellinga. Nema hvað.

1209815Í kvöld lenti annar vagninn á leiðinni í kröppum dansi rétt hjá Egilshöllinni.

Góðu heilli urðu ekki slys á fólki & ekki er annað að sjá en að Crosswayvagninn sé lítið skemmdur.

Vonandi kemst hann fljótt út á vígvelli veganna enda lítið um varavagna á þeim bænum.

Yfir&út!


Börger í Bítlabænum ...

Keflvízki vagninn er jú kúl
kneyfði öl við setrið.
Rokksafn, Olsen & Rúni Júl
ríf´upp sálartetrið.

Dr. Gylforce tók á sig rögg hvíldardag þennan, hvar hann loksins einhenti sér í leið 55 suður í Bítlabæinn. En ekki hvað???

5520160314_154725Hingað til hefir doksi kallinn aðeins tekið leið þessa frá BSÍ í Fjörðinn - & öfugt - en nú sá hann dýrðina eina & hélt sunnan Straums eins & innfæddir segja. Nema hvað.

Dr.-inn hjó eptir því að leið 55 leggur einungis í hann frá Firðinum á sunnudögum sem skipti hann reyndar öngvu máli að þessu sinni.

Doksi kallinn lét innanbæjarvagna þeirra Bítlbæinga vera. Í staðinn gæddi hann sér á safaríkum börger & kneyfaði ölið af áfergju eins & vera ber í afar góðra vagnverja hópi.

Dr. Gylforce mun svo efalítið smjatta á keflvízkum innanbæjarvögnum þegar enn hlýnar í veðri hér á Fróni.

Yfir&út!


Gagnavagninn ...

Doktorinn vildi í Daðann
& dreif sig á hans fund.
Vagninn mig gerir glaðan
ég gleymi stað & stund.

Öll við sællega syngjum
sönglar hann næsta stopp.
Leitaði dyrum & dyngjum
djöfulsins þetta flopp!

Dr. Gylforce hélt rakleitt á vit vagna hér í gettóinu, hvar hann vildi að sjálfsögðu næla sér í Gagnavagninn hans Daða á leið 4. En ekki hvað???

Venju samkvæmt valhoppaði doksi kallinn af eftirvæntingu út í næsta skýli. Ekki reyndist vagn dr.´s vera Gagnavagninn geðþekki & því lítið annað að gera en skunda með honum í Mjódd okkar Breiðhyltinga & sjá hinn fjarkann.

1Ekki var það Gagnavagninn & því fátt annað í stöðunni en að halda í Hamraborgina & athuga með þriðja vagninn á leið 4.

Enn bólaði ekkert á Gagnavagninum & þraut Gylforceinn hér öreindið & einhenti sér í leið 2 & hélt um lendur Vatnsendans.

Vonandi nær dr. Gylforce í skottið á Gagnavagninum á morgun. Koma svoooooo!!!

Yfir&út!





« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband