Færsluflokkur: Samgöngur
Fátt er um fína drætti
fyrir veturinn.
Byggðasamlagið mætti
bæta afköstin.
Byggðasamlagið Strætó hefir kynnt vetraráætlunina á heimasíðu sinni. Við lauslega skoðun er aðeins um eina breytingu að ræða, hvar leið 8 er sett á laggirnar og leið 5 stytt á móti. Á það bara við um virka daga.
Vetraráætlun 2019-2020
Að vissu leyti eru það vonbrigði að ekki sé að finna fleiri breytingar á hinu lostfagra leiðakerfi. Það þarf að vera lifandi eins & sagt er & taka eðlilegum breytingum.
Dr. Gylforce saknar enn að ekki skulu ráðist í breytingar í Firðinum. Leiða má líkur að því að kjörnir fulltrúar þar hnjóti um kostnaðaraukann sem fylgir en nýtt leiðakerfi fyrir Gaflara er nánast tilbúið á teikniborðinu hjá Strætó.
Þar kemur til kasta starfsmanna Strætós að sannfæra bæjarfulltrúana í Firðinum um ágæti þessara breytinga og "selja" þeim hugmyndina; einfaldara leiðakerfi, betri þjónusta og tengingar, bæjarbúum til heilla.
Samgöngur | 16.7.2019 | 12:02 (breytt kl. 19:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ritstýra Fréttablaðsins reit á dögunum beittan leiðara hvar hún taldi Íslendinga vera hálf bílóða þjóð; hvergi má takmarka umferð einkabílsins án þess að bíleigendur rísi upp á apturlappirnar & tali um aðför.
Ritstýran hefir því líklega reitt nokkra þeirra til reiði því urmul athugasemda má sjá í hinu svokallaða kommentakerfi fyrir neðan leiðarann. Hvað um það.
Bíleigendur ávallt angraðir
aðför bílsins er þreytt.
Við bílaæði nú bendlaðir
bíllinn er númer eitt!
Ritstjóri reitir til reiði
Víða í evrópskum borgum er bílumferð takmörkuð í miðbæjum, jafnvel bönnuð. Á Íslandi sýnist sitt hverjum um slíkar ráðstafanir.
Hvað sem því líður finnst dr. Gylforce fátt betra en að taka vini vora - vagnana - í miðbæinn; graðka í sig gómsætum mat, gæla við þann görótta í skemmtilegum félagsskap & hafa öngvar áhyggjur af bifreiðum, bílastæðum & þeirri vá að þurfa að halda sér edrú!
Yfir&út!
Samgöngur | 13.7.2019 | 16:57 (breytt kl. 17:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeysist hann um á tvist & þrist
þjónar næturgestum.
Skemmtileg þessi skreytilist
skemmtir okkur flestum.
Nýjasti skreytti strætisvagn bæjarins er afar vel heppnaður & ekki spillir fyrir að um rafvagn er að ræða - maður lifandi!
Fagurlega skreyttir vagnar kosta sitt en því verður ekki neitað að þeir setja ákaflega skemmtilegan blæ á hina fjölskrúðugu vagnaflóru. Nema hvað.
Vonandi ekur hann sem flestar leiðir en rafvagnar hafa reyndar verið afar fátíðir á leið leiðanna, leið 1.
Kannski fær þessi eins & einn rúnt frá Völlunum að Hlemmtorgi - hvur veit???
Gaman væri nú að hitta á þann rúnt - en ekki hvað???
Mynd: Strætó
Samgöngur | 12.7.2019 | 11:39 (breytt kl. 11:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Opt er sagt að hún ku vera skrýtin tík þessi pólitík. Þótt það sé frasi er það hverju orði sannara. Sem dæmi um það lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram í borgarráði á dögunum fyrirspurn í níu liðum varðandi Borgarlínuna.
Það er vitaskuld gott & blessað að velta vel fyrir sér jafn viðamiklu verkefni og Borgarlínan er. Hinsvegar hepði borgarfulltrúinn hæglega getað fengið svör við mörgum spurningum sínum einfaldlega með þvi að fara á síðuna borgarlinan.is:
Borgarfulltrúa blaður
bölvanlegt er þvaður.
Málflutningur bjagaður
brátt sér það hver maður.
Þrjár spurningar fulltrúans meika einhvern sens & þarfnast betri svara:
Þvaður6. Hver á að reka hana (Borgarlínuna)? Strætó? Ríkið? Sveitarfélög? Allir saman? Aðrir?
7. Hvar er hægt að sjá rekstrar- og tekjuáætlun borgarinnar fyrir borgarlínu?
9. Hvað þýðir þetta í skattaálögum á almenning?
Hinar spurningar eru annaðhvort ekki tímabærar eins og fjöldi vagna í Borgarlínunni, það fer væntanlega eptir tíðninni, eða svörin eru að finna á borgarlinan.is.
Vonandi hefir umhverfis- & skipulagssvið bein í nefinu og bendir borgarfulltrúanum einfaldlega á heimasíðu Borgarlínunnar og vonast eptir því héreptir að pólítískt kjörnir fulltrúar séu færir um að afla sér sjálfir upplýsinga á hinu svokallaða alneti.
Eða er það kannske ekki málið?
Kann að vera að hér sé verið að drepa málinu á dreif??? Af borgarfulltrúa Flokks fólksins??? Getur það verið??? Humm, humm ...
Samgöngur | 11.7.2019 | 16:39 (breytt kl. 16:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núna út um borg & bý
bikað - mikið streð.
Tafir vagna æ & sí
ergja doktors geð.
Hinn fráleitt mélkisulegi & ávallt munúðlegi dr. Gylforce hélt í mikinn & margslunginn rúnt meðal vina sinna, vagnanna, hvar hann lagði í glaum & gleðskap í borg óttans. Maður lifandi!
Dr. Gylforce vafraði vallprúður & veglegur inn í rafvagn einn eptir unaðsstund í miðbæ Reykjavíkur í yndislegum félagsskap. Sá umhverfisvæni var á leið 3 & á heimleið með hinn bísperrta Breiðhylting. Illu heilli tafðist rafvagnsunaðurinn vegna mikilla malbikunarframkvæmda út um borg & bý. Vagnstjórinn varð t.d. að aka um Barónsstíg & beygja inn Eiríksgötu sem er alltof þröng fyrir fallegan 12 metra vagn. Dr.-inn var mjög taugaóstyrkur meðan á þessu stóð & hapði stöðugar áhyggjur af 75 milljón króna rafvagninum. Hvað um það.
Aukinheldur hefir verið mikið um lokanir í Skógarselinu, hvar dr. Gylforce á nú til að hoppa inn & út í unaðslega vagna.
Sumsé, tafir & tálmanir um gervalla borg eins & vera ber um hásumar & um að gera að fylgjast vel með tilkynningum frá byggðasamlaginu - en ekki hvað???
Samgöngur | 11.7.2019 | 11:26 (breytt kl. 11:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórn Strætó bs. hefir samþykkt kaup á tveimur notuðum strætisvögnum í staðinn fyrir klúðrið sem varð í útboði á fimm vetnisvögnum á dögunum. Strætó fékk 95 milljóna styrk frá Evrópusambandinu fyrir vetnisverkefnið en meinbugir reyndust á útboðinu og því spurning hvað verður um þá fjármuni. Nema hvað.
Þetta kemur fram í fundargerð hjá byggðasamlaginu.Augljóslega koma tveir notaðir strætisvagnar ekki í staðinn fyrir fimm nýja vagna. Ástæðan fyrir þessu er líklega sú að kaup á notuðum vögnum krefst ekki útboðs með tilheyrandi töfum og veseni. Þá er aukinheldur líklegt að vagnarnir tveir verði knúnir dísilolíu en ekki með umhverfisvænum orkugjöfum. Illu heilli. Hvað um það.
Tveir nýir en notaðir
á næsta leiti.
Rándýrir rafmagnaðir
reyndin eldsneyti.
Í dag er þriðjungur vagnaflota Strætós bs. 12 ára eða eldri og ljóst að endurnýjunar er þörf - & það fljótt. Sextán vagnar af 86 eru knúnir umhverfisvænum orkugjöfum sem er um 19% flotans. Ef verktakar eru teknir með í reikninginn dettur prósentan niður í um 10%. Maður lifandi - aðgerða er þörf!!!Strætó bs. á að vera leiðandi í notkun á umhverfisvænum strætisvögnum & verður á næstu mánuðum og misserum að marka sér almennilega stefnu í þeim efnum.
Koma svoooooo!
Samgöngur | 3.7.2019 | 00:05 (breytt kl. 00:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sé í glundroða glitta
Gylforce alveg brjál.
Strætóleið fimm að stytta
stórfurðulegt mál!
Heldur heyrast einkennilegar fréttir úr ranni sérfræðinga um hið lostfagra leiðakerfi Strætós bs., hvar uppi er nú hugmyndir um að stytta leið 5, & koma leið 8 á laggirnar. Lesa má um slíkt í fundargerð byggðasamlagsins. Maður lifandi!Á annatíma á fimman í erfiðleikum hvar hún lendir í umferðarteppu frá Nauthól að Umferðarmiðstöðinni, BSÍ. Fer leiðin úr skorðum við þetta & er það vilji sérfræðinga byggðasamlagsins að láta leið 5 enda á virkum dögum við BSÍ & setja á laggirnar leið 8. Sú færi á milli Nauthóls og Umferðarstöðvarinnar.
Í sjálfu sér verður þessi nýja stubbaleið góðra gjalda verð. Dr. Gylforce hnýtur hinsvegar um forgangsröðunina - en ekki hvað???
Dr.-inn hepði nær haldið að sérfræðingar Strætós í hinu lostfagra leiðakerfi væru á haus & afar uppteknir í pælingum & tillögum um hvernig vögnum skuli háttað innanbæjar í Firðinum; við Hálsahverfið sem er hálf utanveltu; tengingu milli Seltjarnarness & Granda; leiðakerfinu í Grafarholti hvar aðeins ein leið er núna & jafnvel í Grafarvoginum er hefir skrýtna leið 31 sem fer ekki framhjá Spönginni.
Fleiri hverfi mætti ugglaust nefna aukinheldur sem hafa verður í huga fyrirhugaða Borgarlínu þegar leiðakerfinu er breytt & aðlaga það að henni. Nema hvað.Svo er það leiðanúmerið, leið 8. Dr. Gylforce viðurkennir að hann skilur ekkert í hugsuninni á bakvið leiðanúmerin hjá Strætó bs.
Það er líklega tilefni í annað blogg - maður lifandi!!!
Samgöngur | 2.7.2019 | 11:06 (breytt kl. 11:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til Washington ég vafra senn
og vagna kíki á.
Heimsækja þar mæta menn
en mest hanga á krá.
Dr. Gylforce hyggst halda áfram að kynna sér vagna um víða veröld, hvar hann ber næst niður fæti í höfuðborg Kanans. Nema hvað.
Fróðlegt verður að fylgjast með vögnum & verjum í Washington DC en í síðustu ferð dr. Gylforce í febrúar var þar ekki feitan gölt að flá hvað almenningssamgöngur varðar. Maður lifandi!
Samgöngur | 1.7.2019 | 16:58 (breytt kl. 19:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í náðugri Nagasaki
nýstárleg eru & sæt.
Vagnverjinn Gylforce spaki
vonar að þau séu æt.
Svölu skýlin
Í bænum Konagai í Nagasaki er að finna þessi unaðslegu ávaxtarstrætóskýli. Nema hvað.Þau voru sett upp í tengslum við sýningu fyrir mörgum árum en hafa fengið að lifa & mælast vel fyrir meðal ferðamanna í bænum.
Annars hefir það verið eitt af áhugamálum Gylforce-ins að spá & spekúlera í strætóskýlum víða um veröld.
Meira um það síðar.
Samgöngur | 28.6.2019 | 19:00 (breytt kl. 19:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Prójektið áfram potast
pólitíkin skýr.
Fjölmargir andskotast
finnst hún alltof dýr.
Aldrei fleiri hlynntir BorgarlínunniFyrir þá sem telja Borgarlínuna þjóðhagslega hagkvæma hlýtur nýjasta könnun Maskínu að gleðja. Aldrei fleiri hafa verið hlynntir línunni & hefur stuðningurinn aukist um 6% á aðeins einu ári.
Harla gott. Nema hvað.Enn er þó uggur & ótti margra við þessa stóru opinberu framkvæmd. Andstæðingar Borgarlínunnar benda á svipaða línu í Stavangri í Noregi sem stefnir í að verða margfalt dýrari en upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á.
& sporin vissulega hræða; braggamálið, "hálfvitinn", Gröndalshúsið og fleiri framkvæmdir sem hafa keyrt vel úr hófi fram. Hvað um það.
Samkvæmt könnun Maskínu er minnstur stuðningur við verkefnið hjá þeim sem kjósa Framsóknar- & Miðflokkinn aukinheldur sem gamla sveitarfélag doktorins, Vogurinn fagri, & Breiðholtið blíða virðast ekki par hrifinn af Borgarlínunni. Illu heilli.Á Fasbókinni er til góður umræðuhópur sem heitir einfaldlega Borgarlína - umræður. Hann telur tæplega 900 einstaklinga & ekki er annað að sjá en að þar fari fram að mestu leyti málefnalegar umræður um Borgarlínuna.
Vonandi verður framhald á því.
Yfir&út!
Samgöngur | 27.6.2019 | 13:22 (breytt kl. 13:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 124054
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar