Færsluflokkur: Samgöngur
Hinn ljúfi & fráleitt lundýgi dr. Gylforce hefir lokið pílsgrímsför sinni til Lundúna, hvar hann komst enn & aptur í hinar sjúklegu álnir & algjöra alsælu. Enn & aptur; já, enn & aptur - maður lifandi!
Nú sem endranær var urmul vagna & vagnverja að finna í þessari makalausu & mergjuðu miðstöð samgangna og viðskipta; fjármála & þjónustu. En ekki hvað???
Ungi & aldni vagnverjinn ólu manninn einkum í leiðum 9, 10, 27 & 49 enda bjuggu þeir í Kensington hverfi í Vestur-Lundúnum.
Aukinheldur fóru þeir feðgar á fjörurnar við hverfaleiðina 70, sem fer um Suður-Kensington á um 9-11 mínútna fresti virka daga sem & leið 274 þegar þeir tóku hús á dýragarðinum, London Zoo.
Leiðir 9 & 10 aka á um 6-10 mínútna fresti frá morgni til miðnættis & er afar þægilegt að hoppa inn & út úr þeim.
Fyrsta verk vagnverjanna var vitaskuld að fylla á Oyster-strætókortið til þess að geta komist út um hvipp & hvapp í höfuðstað Bretaveldis.
Þessi ferð var unaður í alla staði & getur doksi kallinn vart beðið eptir að komast aptur til hinna bresku vina sina, vagnanna.
Nema hvað.
Huggulegt ég mjög það hapði
hjá henni Betu beib.
Í Lundúnum með sir & lafði
látlaust í vagna greip.
Samgöngur | 22.2.2017 | 14:21 (breytt kl. 14:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn trúi & tryggi dr. Gylforce tróð sér meðal vina vorra - vagnanna - á dögunum, hvar hann áði við hið áður vinalega & viðmótsþýða Hlemmtorg.
Nú er sem öld sé önnur - en ekki hvað???Við Hlemminn er orðið alltof þröngt um vini vora aukinheldur sem urmull af rútuskröttum eiga þarna leið hjá sem bætir ekki ástandið nema síður sé.
Mýmörg hótel hafa á reit þessum risið og verður að segjast að hátt er ekki risið á sumum þeirra; nema þá kannski holdris á einstaka karleplum á herbergjunum - maður lifandi.
Brátt breytist byggingin - Hlemmurinn - í Mathöll & ljóst á öllu að vagnarnir eru á útleið frá þessu annars ágæta & þekkta kennileiti borgarinnar. Hvað um það.
Í millitíðinni verður doksi kallinn eilífur augnakarl við Hlemminn, arkandi á leið. Nema hvað.
Villuráfandi í vagninn fór
vafraði hann að Hlemmi.
Alls konar fólk að drýgja hór
að mér sótti tremmi.
Myndir: visir.is o.fl.
Samgöngur | 14.2.2017 | 16:06 (breytt kl. 16:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar