Færsluflokkur: Umhverfismál
Iðandi mannlíf & viðmót vænt
með vögnum & Borgarlínu.
Gróskumikið svæði, iðjagrænt
með götulífi fínu.
Nýtt deiliskipulag hefir verið samþykkt fyrir Hlemm & allt útlit fyrir að framkvæmdir komi til með hefjast í sumar. Maður lifandi!Ljóst er að Hlemmtorgið mun gerbreytast. Bílaumferð verður verulega takmörkuð - ef einhver verður - & lögð áhersla á að almenningssamgöngur á borð við strætó og Borgarlínu fari greiðlega um svæðið.
Aukinheldur á torgið að iða af mannlífi, veitingastöðum & afþreyingu & möguleiki verður á að halda viðburði & hátíðar til handa börnunum. Það er vel til fundið.
Dagarnir hvar Hlemmur verður endastöð fyrir margar strætisvagnaleiðir hljóta að vera taldir. Nú er bara spurning hvert þeir eigi að fara því varla er BSÍ tilbúið að taka við svo mörgum leiðum. Svo þarf líka að hafa nýja leiðanetið í huga sem mun breyta leiðakerfinu mikið.
Það eru því miklir umbrotstímar framundan í ýmsum skilningi.
Amen.
Umhverfismál | 15.3.2020 | 13:01 (breytt kl. 13:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vagnstjórar sumir vinna heima
á vaktinni er einn.
Ekur þar um heima & geima
án þess að hitta neinn.
Samkomubannið & hin válega veira setur líf okkar ansi vel úr skorðum. Margir eiga þess kost að geta unnið heimavið líkt & þessi skandinavíski strætóbílstjóri :)
Svo virðast vagnstjórar í Ísrael hafa vaðið vel fyrir neðan sig sem er vitaskuld mikilvægt þessa dagana eins & sjá má í myndbandinu hér að neðan:
https://www.facebook.com/michaelangelosvk/videos/10213006014583453/
Umhverfismál | 14.3.2020 | 16:05 (breytt kl. 16:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Inn fara allir baka til
svo ekki smitist þú.
Muna að hafa mikið bil
maka vel spritti nú!
Inn að aptan
Stjórn Strætó bs. hefir fundað vegna veirunnar válegu & hefir gefið út reglur til handa oss vagnverjum.Til að verja vagnstjórana verður framhurð vagnanna lokuð frá & með mánudagsmorgni & ætlast til að allir fari inn um mið- & apturhurðir.
Eðlilega verður erfitt að fylgjast með greiðslum en hér verður bara að biðla til vagnverja að vera heiðarlegir & greiða fargjaldið góða nú sem endranær.
Vonandi taka vagnverjar vel í þessar nýju reglur aukinheldur sem mælst er til að verjar ferðist utan annatíma hafi þeir tök á.
Framhalds- & háskólar verða lokaðir í næstu viku & því sjálfgefið að færri verði í vögnunum sem gefur hinum tækifæri á að hafa tveggja metra millibil til þess að forðast smit.
Yfir&út!
Umhverfismál | 13.3.2020 | 18:28 (breytt kl. 18:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú metrar á milli tveir
munum vel eptir því
svo meinið dreifist ei meir
& menn lendi í sóttkví.
Nú þegar stjórnvöld hafa sett miklar takmarkanir á samkomur í landinu en vert að huga að vinum vorum - vögnunum.Það er ljóst að vagnverjar verða að hafa tveggja metra millibil í vögnunum næstu fjórar vikurnar. Hvernig því verður framfylgt er ekki gott að segja um á þessari stundu nema að hvetja verjana til þess að gæta að þessum hlutum.
Líklega verða sett upp áberandi tilkynningar í alla vagna en Strætó bs. er í þessum töluðu orðum að undirbúa aðgerðir varðandi almenningssamgöngur í landinu.
Förum varlega vagnverjar. Sjálfur mun dr.-inn lítið notast við vini sína þessa daga - illu heilli.
Umhverfismál | 13.3.2020 | 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lítt um ferðir, já ömurð ein
angistarfullur ráfa.
Í vögnum leynist veirumein
ef verjar á mér káfa.
Dr. Gylforce er með böggum hildar þessa dagana hvar verkfall er í mennta- & menningarsetrinu við Kársnes & ekkert lát á því. Þá hepði verið gráupplagt að halda á vit vagna. Nema hvað. En ó-nei, því er ekki að heilsa. Illu heilli.
Vegna hinnar vályndu veiru verður dr. Gylforce að láta sér nægja að fylgjast með vinum vorum - vögnunum - úr fjarlægð. Á næstu vikum og mánuðum fer fram útboð á nýjum rafvögnum & bíður dr. Gylforce mjög spenntur eptir því - en ekki hvað???
Enda þótt rafvagnarnir frá kommúnistunum í Kína séu ágætir vonast dr.-inn eptir því að byggðasamlagið festi fjár í nokkrum þýskum eðal MB-vögnum líkt & þessi sem kom til reynslu fyrir nokkrum vikum.
Það var úrvalseintak & mun ferðin sú seint gleymast. Maður lifandi!
Umhverfismál | 12.3.2020 | 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Covid-19 kórónuveira
kemur í veg fyrir ferð.
Hefur áhrif á alla geira
upp í loft er samfélagsgerð.
Dr. Gylforce hugðist nýta sér vagnana til hins ítrasta á morgun, hvar búið er að loka mennta- & menningarsetrinu við Kársnes vegna verkfalls.
Stúderingar nema fara nú fram sem fjarnám & doksi kallinn því lausari við en ella. Góðu heilli. Maður lifandi!
En vegna hinnar válegu veiru verður dr.-inn að gera sér að góðu að fara varlega í vagnaferðir. Illu heilli.
Vonandi nær hann þó að einhenda sér í vini vora - vagnana - utan annatíma & upplifa hinn sannkallaða unað.
Yfir&út!
Umhverfismál | 11.3.2020 | 22:18 (breytt kl. 22:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekur um með hýrri há
á hreinleika þýtur.
Í grenndinni fer framhjá
fákur þessi er hvítur.
Loksins, loksins gat dr. Gylforce lagt leið sína í hinn hvíta metanvagn á leið 3. Áður hapði dr.-inn komist í kynni við vagn þennan en þá á öðrum leiðum.
Hinn sænskættaði brást ekki frekar en fyrri daginn & hélt vel áætlun & skilaði dr.-num tímanlega - en umfram allt örugglega - á leiðarenda.Sprittbrúsi var til taks á vagninum - en ekki hvað - sem fyllti vagnverja öryggiskennd hvar vagnstjórinn spreyjaði létt úr honum í laufléttri tímajöfnun í Mjódd okkar Breiðhyltinga.
Annar hvítur, 102 vagninn, er aukinheldur kominn á vígvelli veganna en illu heilli hefir dr. Gylforce ekki farið á fjörurnar við þann hreinleika.
Amen.
Umhverfismál | 10.3.2020 | 17:25 (breytt kl. 17:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öngvum til ama
í unaði.
Allt við það sama
í alla staði.
Dr. Gylforce lagði leið sína á leið & leið ekki á löngu hvar leið 3 ók leiðar sinnar. Nema hvað! Eins & svo opt áður var rafvagn á leið 3 en dr.-inn var að vonast eptir því að fá annan af hvítu metanvögnunum en þeir virðast ekki aka þristinn dag þennan. Illu heilli.
Gengur bara betur næst!
Umhverfismál | 9.3.2020 | 15:52 (breytt kl. 15:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Strætisvagnar nú sjálfkeyrandi
seilingar innan - nema hvað!
Af stað er farið í öðru landi
afar fróðlegt verður það.
Sjálfkeyrandi strætóarDanir hafa riðið á vaðið hvað sjálfkeyrandi strætó varðar & eru nú tveir slíkir í notkun í Álaborg. Aka þeir bílstjóralausir á 18 kílómetra hraða og mun starfsmaður vera í vögnunum fyrst um sinn.
Tilraunir með sjálfkeyrandi vagna hafa verið gerðar t.d í Las Vegas í Bandaríkjunum þar sem ekki tókst betur en svo að vagninn lenti í árekstri eftir aðeins tvær klukkustundir!
Laskaður Las Vegas vagn
Aukinheldur hafa Finnar verið framarlega í þessum málum og fyrir um fjórum árum komu á götuna sjálfkeyrandi litlir strætisvagnar í Helsinki, Espoo & Tampere.
Sjálfakandi meðal Finna
Nú er bara að sjá hvort möguleiki verði á því að hafa einhvern hluta af Borgarlínunni sjálfkeyrandi???
Umhverfismál | 7.3.2020 | 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrirmyndarforseti
á ferðalögum sínum.
Á leistunum & í leti
- í lestunum fínum.
Forsetinn
Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, var í opinberri heimsókn í Póllandi á dögunum. Það væri vart í frásögur færandi nema hvað að forsetinn brá á það ráð að nota almenningssamgöngur til þess að komast á milli staða. Takk fyrir túkall!
Þessar ferðavenjur forsetans eru til mikillar eftirbreytni & man dr. Gylforce vart eptir því að hafa séð forvera Guðna sitja meðal almennings á ferðalögum. Það kann þó að vera.
Vonandi verður ekki langt til þess að bíða þar til Guðni Th. nýtir sér vagnana - vini vora - & jafnvel skellir sér í leið 23 sem ekur frá Ásgarði að Álftanesi.
Maður lifandi - það yrði nú saga til næsta bæjar!
Mynd: Ryszard ÅÅ¡wilski
Umhverfismál | 6.3.2020 | 21:11 (breytt kl. 21:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 165
- Frá upphafi: 122932
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar